Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 20
Rafn A. Sigurðsson Útflutningur ársins Þegar á árinu 1990 var fyrirsjáan- legur mikill samdráttur í lagmetisút- flutningi okkar vegna markaðstaps í Bandaríkjunum og falli Sovétríkj- anna. Þessi þróun var endanlega stað- fest á nýliðnu ári. Heildarútflutn- ingsverðmæti landsmanna á lagmeti 1992 nam um 1400 milljónum króna að fob-verðmæti, jókst örlítið í krónurn talið milli ára. Skipting á helstu markaðssvæði sést á nreðfylgj- andi töflu. (Tölur frá 1991 og 1990 til samanburðar.) Eins og sjá má hefur þróunin orð- ið þannig að útflutningur til Evrópu er orðinn allsráðandi í iðnaðinum, en skiptingin rnilli EFTA og EB er þannig að til Evrópubandalagsins er flutt út fyrir u.þ.b. 1.188 milljónir eða 85% af heildarútflutningnum. Mikill samdráttur varð í sölu til Bandaríkjanna. Hætt var við að framleiða hérlendis niðursoðin reykt síldarflök (kipper snacks), sem hefur verið uppistaðan í lagmetisútflutn- ingi vestur urn haf allt frá 1965. Norðurstjarnan í Hafnarfirði hóf þá niðursuðu á afurð þessari fyrir norska fyrirtækið Bjelland/King Oscar. Óhagstæð gengisþróun olli því að við töpuðum þessum markaði til kanadískra framleiðenda, sem gátu boðið mun hagstæðara verð á öllum síldarafurðum til Bandaríkjanna. Framleiöendur - afkoman Á árinu varð mikil uppstokkun meðal framleiðenda hérlendis. Nokkrar verksmiðjur hættu fram- leiðslu og breytingar urðu hjá öðr- um. Þeir aðilar, sem hafa hingað til byggt rekstur sinn á síldarframleiðslu til útflutnings, eru allir að mestu hættir framleiðslu, m.a. varð K. Jóns- son & Co. hf. á Akureyri gjaldþrota í byrjun mars sl. Þegar þetta er ritað er enn óvíst með hvaða hætti eða hvort niðursuðuverksmiðjan á Akureyri verður rekin áfram með óbreyttu rekstrarfyrirkomulagi. Uppistaðan í útflutningi á niður- soðinni og niðurlagðri síld hefur ver- ið framleiðsla til Sovétríkjanna, en ekki hefur enn tekist að byggja upp ný viðskiptasambönd fyrir þessar hefðbundnu lagmetisafurðir til Rúss- lands eða annarra ríkja Austur-Evr- ópu eftir hinar miklu þjóðfélags- breytingar þar um slóðir. Markaður- inn er enn fyrir hendi en ekki hefur auðnast að finna viðskiptununr far- sælan farveg að nýju. Hinsvegar hef- ur nokkuð magn af niðurlagðri síld farið inn á EFTA markaðina í Finn- landi og Svíþjóð. Jafnframt tókst að selja lítið magn af niðurlögðum síld- arflökum í plastfötum til Danmerkur á árinu. Á árinu 1992 urðu þær breytingar á Isafirði að Niðursuðuverksmiðjan hf. varð gjaldþrota og nýtt fyrirtæki, Ritur hfl, yfirtók eignir verksmiðj' unnar. Þannig tókst að tryggja áfranr- haldandi afgreiðslu á mikilvægum samningum á niðursoðinni rækju fra fsafirði til Þýskalands og Frakklands, sem Niðursuðuverksmiðjan hfl hefur framleitt undanfarin ár. Sölusamtök lagmetis höfðu þá rekið verksmiðj' una í u.þ.b. eitt ár með sérstöku sani' komulagi við helstu lánardrottna. Hið nýja félag, Ritur hfl, rækjuverk- smiðja, sem er í eigu heimamanna auk Sölusamtaka lagmetis, íslensks Marfangs hfl, Ögurvíkur hf. og H' landsbanka, mun byggja sinn rekstur Skipting útflutnings á lagmeti til helstu markaössvœöa 1992 1991 1990 EB/EFTA 94,0% 85,0% 70,0% Austur-Evrópa 0,3% 0,5% 15,0% Ameríka 4,7% 13,5% 14,0% Annað 1,0% 1,0% 1,0% 122 ÆGIR 3. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.