Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1993, Qupperneq 20

Ægir - 01.03.1993, Qupperneq 20
Rafn A. Sigurðsson Útflutningur ársins Þegar á árinu 1990 var fyrirsjáan- legur mikill samdráttur í lagmetisút- flutningi okkar vegna markaðstaps í Bandaríkjunum og falli Sovétríkj- anna. Þessi þróun var endanlega stað- fest á nýliðnu ári. Heildarútflutn- ingsverðmæti landsmanna á lagmeti 1992 nam um 1400 milljónum króna að fob-verðmæti, jókst örlítið í krónurn talið milli ára. Skipting á helstu markaðssvæði sést á nreðfylgj- andi töflu. (Tölur frá 1991 og 1990 til samanburðar.) Eins og sjá má hefur þróunin orð- ið þannig að útflutningur til Evrópu er orðinn allsráðandi í iðnaðinum, en skiptingin rnilli EFTA og EB er þannig að til Evrópubandalagsins er flutt út fyrir u.þ.b. 1.188 milljónir eða 85% af heildarútflutningnum. Mikill samdráttur varð í sölu til Bandaríkjanna. Hætt var við að framleiða hérlendis niðursoðin reykt síldarflök (kipper snacks), sem hefur verið uppistaðan í lagmetisútflutn- ingi vestur urn haf allt frá 1965. Norðurstjarnan í Hafnarfirði hóf þá niðursuðu á afurð þessari fyrir norska fyrirtækið Bjelland/King Oscar. Óhagstæð gengisþróun olli því að við töpuðum þessum markaði til kanadískra framleiðenda, sem gátu boðið mun hagstæðara verð á öllum síldarafurðum til Bandaríkjanna. Framleiöendur - afkoman Á árinu varð mikil uppstokkun meðal framleiðenda hérlendis. Nokkrar verksmiðjur hættu fram- leiðslu og breytingar urðu hjá öðr- um. Þeir aðilar, sem hafa hingað til byggt rekstur sinn á síldarframleiðslu til útflutnings, eru allir að mestu hættir framleiðslu, m.a. varð K. Jóns- son & Co. hf. á Akureyri gjaldþrota í byrjun mars sl. Þegar þetta er ritað er enn óvíst með hvaða hætti eða hvort niðursuðuverksmiðjan á Akureyri verður rekin áfram með óbreyttu rekstrarfyrirkomulagi. Uppistaðan í útflutningi á niður- soðinni og niðurlagðri síld hefur ver- ið framleiðsla til Sovétríkjanna, en ekki hefur enn tekist að byggja upp ný viðskiptasambönd fyrir þessar hefðbundnu lagmetisafurðir til Rúss- lands eða annarra ríkja Austur-Evr- ópu eftir hinar miklu þjóðfélags- breytingar þar um slóðir. Markaður- inn er enn fyrir hendi en ekki hefur auðnast að finna viðskiptununr far- sælan farveg að nýju. Hinsvegar hef- ur nokkuð magn af niðurlagðri síld farið inn á EFTA markaðina í Finn- landi og Svíþjóð. Jafnframt tókst að selja lítið magn af niðurlögðum síld- arflökum í plastfötum til Danmerkur á árinu. Á árinu 1992 urðu þær breytingar á Isafirði að Niðursuðuverksmiðjan hf. varð gjaldþrota og nýtt fyrirtæki, Ritur hfl, yfirtók eignir verksmiðj' unnar. Þannig tókst að tryggja áfranr- haldandi afgreiðslu á mikilvægum samningum á niðursoðinni rækju fra fsafirði til Þýskalands og Frakklands, sem Niðursuðuverksmiðjan hfl hefur framleitt undanfarin ár. Sölusamtök lagmetis höfðu þá rekið verksmiðj' una í u.þ.b. eitt ár með sérstöku sani' komulagi við helstu lánardrottna. Hið nýja félag, Ritur hfl, rækjuverk- smiðja, sem er í eigu heimamanna auk Sölusamtaka lagmetis, íslensks Marfangs hfl, Ögurvíkur hf. og H' landsbanka, mun byggja sinn rekstur Skipting útflutnings á lagmeti til helstu markaössvœöa 1992 1991 1990 EB/EFTA 94,0% 85,0% 70,0% Austur-Evrópa 0,3% 0,5% 15,0% Ameríka 4,7% 13,5% 14,0% Annað 1,0% 1,0% 1,0% 122 ÆGIR 3. TBL. 1993

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.