Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 28
svo megi verða þarf skólabát. Undir-
tektir skólastjóra grunnskólanna vítt
og breitt um landið sanna þetta svo
ekki verður urn villst. Það hefur verið
sama við hvaða aðila hefur verið talað
innan sjávarútvegsins sjálfs. Öllum
ber saman um nauðsyn þess að Fiski-
félag Islands reki og eigi skólabát, svo
hægt sé að fullnægja þeirri þörf, sent
er fyrir starfrækslu hans, svo sjó-
vinnukennslan verði markvissari og
raunhæfari.
Stjórnendur Fiskifélagsins horfa
mjög til þess að eignast 50-60 rúm-
lesta vertíðarbát sem félagið eignaðist
án endurgjalds. Er áætlað að rekstrar-
kostnaður slíks báts gæd orðið 10-12
milljónir á ári. Eru miklir möguleikar
á því að félagið geti eignast slíkan bát
og hafa menn ákveðinn bát í huga
sem er í góðu ástandi og hirðu.
Skólabáturinn þarf að vera útbú-
inn með línu- og netaspil, trollspil og
handfærarúllur. Báturinn þarf að geta
stundað veiðar með línu og netum,
gildruveiðar, handfæraveiðar og helst
tog- eða dragnótaveiðar. Gert er ráð
fyrir að leyfi fengist að hafa tvo rétt-
indamenn í áhöfninni. Báturinn yrði
gerður út allt árið að frádregnum
eðlilegum tíma í viðhald og eðlilegar
frátafir. Miðað yrði við að fara í dags-
ferðir yfir vetrartímann, en tveggja til
þriggja daga róðra yfir sumartímann.
Stefnt yrði að því að gefa öðrum aðil-
um kost á afnotum af bátnum
þannig að nýta megi hann sem bezt.
Það er grundvallarforsenda til að
Fiskifélag íslands geti rekið skólabát
að félagið hafi öll urnráð yfir bátn-
um, með öðrum orðum, að Fiskifé-
lagið eigi og reki bátinn alfarið. Til
þess að svo rnegi verða þurfa allar
fjárveitingar til rekstrar bátsins að
vera eyrnamerktar félaginu og að
sjálfsögðu tryggt að fé verði veitt á
fjárlögum sérstaklega í þessu skyni.
Að endingu vil ég skora á alla
Fiskifélagsmenn og velunnara félags-
ins að styðja þetta brýna og nauðsyn-
Iega mál, að Fiskifélag íslands eignist
og reki skólabát. Efast ég um að
nokkurt annað mál geti orðið Fiski-
félaginu frekar til framdráttar og eflt
starfsemi þess á ný en þetta, þótt
þörfin hjá grunnskólunum fyrir að-
gang að skólabát við sjóvinnukennsl-
una sé aðalatriðið sem ber að hafa að
leiðarljósi fyrst og fremst.
Nemendur sjóvinnudeildar
Álftamýrarskóla um borð í skólabót 1980.
130 ÆGIR 3.TBL. 1993