Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 48

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 48
Hrun þorskstofnsins Mynd 2 sýnir þróun þorskstofnsins síðustu 5 ár sam- kvæmt skýrslu Hafró. I’etta er auðvitað hin reikningslega stofnstærð, sem rædd var í byrjun greinarinnar, og þessi áramótastökk tákna engar raunverulegar breytingar á þorskstofninum sem minnkar jafnt og þétt. Það er reyndar, eins og nefnt er að framan, ástæða til að ætla að stofnstærð- in 1992 sé þar verulega ofmetin og brotna línan raunhæf- ari. Eg tel því líklegt að stofnstærðin verði kontin undir 100 milljón fiska í lok ársins (1992). Meðalþunginn breyt- ist nokkuð milli ára og er nú 2,8 kg, miðað við skipan ald- urshópa í stofni og meðalþyngd þeirra í afla. Sú meðal- þyngd er þó ofmetin fyrir aldurshópana í stofni því veiðar- færin velja stærsta fiskinn af yngri aldurshópunum. Meðal- þyngd þorska í stofni er því sennilega nær 2,6 kg og stofn- þunginn nú orðinn skelfilega lítill. Rétt er að benda á, sam- anber mynd 1, að meðalþyngd þorska í afla er hins vegar meiri en 2,8 kg eða um 3,0 kg því skipan aldurshópa í afla er önnur en skipan þeirra í stofni. Hrun ýsustofnsins Ofsóknin í ýsuna er á alvarlegu stigi. Þriggja ára smáýsa Mynd 2 1988 1989 1990 1991 1992 Ár er yfirleitt ekki veidd enda ætti ekki að gera það. Hlutdeild hennar í aflanum 1989-91 var vel innan við 5% og mun minni í þunga. Hún ætti því ekki að teljast með í veiði- stofninum sem er nú í árslok 1992 aðeins rétt tæp 50 þús. tonn samkvæmt því og afla ársins sem og reikniaðferðunt og tölum Hafró um stofnstærð og sóknarmynstur. Enginn viðkomubrestur hefur þó orðið enn og ekki að sjá að minnkun hrygningarstofnsins minnki mikið nýliðunina eða klakið. Vafalaust er hún þó ekki til bóta því klakið mælist 20% meira þau ár sem skýrsla Hafró metur hrygningarstofninn yfir 100 þús. tonn. Þessi fylgni er samt ekki marktæk og betri fylgni er milli nýliðunar og sóknar i smáfiskinn. Þau ár sem sókn í þriggja ára fisk er meiri en 0,11 er meðalnýliðun árið eftir 54±7 milljónir en 72±l5 milljónir annars. Þessi mikli munur (33%) bendir vissulega ekki til þess að grisjun sé til góðs. Munurinn er að vísu ekki rnjög marktækur en jafnvel þótt það hefði engin áhrif á ný- liðunina er engin hagsýni í því að veiða þriggja ára smáýsu áður en hún nær að stækka. Nýliðun hefur verið langt yfir meðallagi síðustu sjö ar og það hefur víst ekki verið eins mikið af 2-3 ára smáýsu i sjónum síðan 1959. Skilyrði til uppbyggingar veiðistofnsins eru þvi' eins og best verður á kosið. En fiskifræðingar maila frentur með 60 þús. tonna afla á næsta ári. Ráðherra hefur bætt urn betur og úthlutað ýsukvótum upp á 65 þús. tonn úr þessum 50 þús. tonna stofni. Mjög ólíklegt er að ýsu- kvótinn náist á næsta ári frernur en síðustu 8 ár jafnvel þott sóknin í smáýsuna verði stóraukin. Veiðarnar gætu þá þess vegna verið ótakmarkaðar og kvótakerfið ver ýsustofninn ekki gegn hruni. Hrun annarra botnfiskstofna Milli ára 1988 til 1992 minnkaði stofnstærð þorsks um 41%. Reyndar er ástæða til að ætla að aldursaflagreiningm ofmeti stofninn 1992. Sú ótrúlega nrikla eða 61% stofn- minnkun sem stofnmælingin (togarararallið) sýnir þessi ar gæti því verið réttari. Stofn ýsu ntinnkaði um 26%, ufsa um 13% og grálúðu um 27%. Einnig minnkaði stofn karfe , um 41% samkvæmt stofnmælingu en Hafró er hætt að gef;1 upp aldursaflagreinda stofnstærð karfa í skýrslu sinni- Skýrslan sýnir því miður ekki að fylgst sé grannt með öðr- um botnfiskstofnum. Að sögn formanns LÍÚ hefur dregið mjög úr afla einstakra tegunda eins og lúðu, keilu og löngu þrátt fyrir stóraukna sókn (Mbl. 30. des. 1992). Stofnar þeirra hafa m.ö.o. stórlega minnkað, samanber grundvallar- 150 ÆGIR 3. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.