Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 13
SKERPLA TEKUR VIÐ ÆGI frumkvæði Fiskifélags íslands hafa nú verið gerbar umtalsverbar breyt- 'n§ar á útgáfu á riti félagsins, Ægi. Félagiö samdi viö útgáfuþjónustuna erPlu um aö taka aö sér alla þætti í útgáfu blaösins, efni þess, umsjón með auglýsingum og áskrift. Markmiö félagsins meb þessari nýbreytni er aö gera arnagslega afkomu blabsins traustari, en einnig aö svara kalli nýrra tíma °g nýrra krafna sem gerðar eru til blaöa af þessu tagi. Ægir veröur áfram í eigu l'lskifélags íslands og fiskimálastjóri ritstjóri hans og ábyrgðarmaður. Það er með mikilli ánægju sem viö starfsfólk Skerplu göngum til þessa samstarfs viö Fiskifélagið. Ægir er eitt sta tímarit landsins og fjallar um jfálefni sem varða grundvöll þjóðlífs s'endinga. Efniö er mikils vert og það er von okkar að Ægir verði þannig úr garði gerður frá okkar hendi aö hann n*fiþví. IsJokkrar breytingar verða gerðar á . °'nu, bæði á efni þess og framsetn- lr*gn, og má sjá merki þess í þessu ^ uolaöi. Viö vonumst til aö ýmis ný- eytni sem hér er tekin upp mælist vei f tyrir, en viljum umfram allt að esendur blaðsins láti til sín heyra og Segi °l<kur kost og löst á blaðinu og ^tpi fram sínum hugmyndum um sem til bóta horfir, sendi okkur 11 blaöið - bréf, greinar og myndir. Talnaefni hefur ætíö skipaö verð- ugt rúm í Ægi og eldri árgangar blaös- ins eru helstu heimildir þjóðarinnar um sjávarútveg fyrrri ára. Svo mun verða áfram en þó með nokkrum breytingum. Öllu talnaefni verður safnað saman í sérstakt blað sem verð- ur fylgirit Ægis. Þetta er gert í þeim til- gangi að auðvelda mönnum aðgang að tölunum og til þess ab geta aukið og bætt talnaefni frá því sem verið hefur. Einhverjir munu sakna brába- birgbatalna um afla einstakra skipa sem hafa birst í hverju blaði, nokkurra mánaða gamlar. Nú er unnið að því að flýta vinnslu á þessum tölum og innan fárra mánaba er reiknað með að í Ægi birtist nýjar tölur um afla allra skipa. Þórarinn Friðjónsson. Starfsmenn Skerplu til í slaginn, frá vinstri Þórarinn Friðjónsson framkvœmdastjóri, Margret Ingólfsdóttir, grafískur hönnuður sem sér um útlit blaðsins, og Gróa Friðjónsdóttir sem sér um skrifstofidmld og fjárreiður. Vithelm G. Kristinsson fréttamaður mun taka viðtöl fyrir Ægi og annast greinaskrif að einhverju leyti. ÆGIR JÚLÍ 1993 291

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.