Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 12
„Ég á fœreyska flotann. Allir Fœreyingar sem fiska í Barentshafi em með okkar hlera." Og hlerarnir rjúka út. Þessa dagana eru margir kúnnar í Noregi á spýt- unni. Það lítur út fyrir að við getum selt stóra hlera í þrjá, fjóra eða fimm norska togara í þessum mánuði." Fjölskyldan stendur saman Fyrstu árin var Jósafat allt í öllu í rekstrinum. í mörg ár hafði hann ekki verkstjóra. Konan hans kom einu sinni í viku og sá um bókhaldið. Nú er þetta breytt. Jósafat nýtur núna stuðn- ings fimm sona sinna, stundum sex. Einn þeirra er stjarneðlisfræðingur. Hann sér um tölvukerfið. Annar er rekstrartæknifræðingur og er föður sínum innan handar við reksturinn. Hinir eru menntaðir í ýmsum grein- um. Allir eru þeir uppaldir í fyrirtæk- inu. Klárir í fimm tungumál „Ef koma hingað útlendingar þá erum við klárir í fimm tungumál hér. Spánverjar, ekkert mál. Þab geta einir þrír tekið Spánverja. ítalska, einn ef ekki tveir. Skandinavíska, létt máh Og allir góðir í enskunni." Einn forstjóri Þegar Jósafat er spurður hvort það séu sjö forstjórar í fyrirtækinu, hann og sex synir, þá er svarið stutt, laggott og ákveðið: „Nei, ekki aldeilis. Hann er bara einn." Gott samband við viðskiptavinina Og lykillinn að velgengninni? „Gott samband við viðskiptavinina- Ég gef út bæklinga, skrifa bréf og nota símann. Ég hringi daglega til Færeyja og Noregs. Ég segi bara það er ekkert meira en að hringja suður í Hafnar- fjörð. Svo er ég alltaf að hugsa urn þa^ sem ég er að gera og passa að það se ekki svindlað á mér." Hleri nr. 6034 Það leynir sér ekki að Jósafat Hin- riksson hefur trú á því sem hann er að gera. „Það er bara þrjóska þegar menn vilja ekki kaupa af mér hlera. Miklb menn. En ég þoli það nú alveg. Het erum við alltaf í stuði. Við vorum um daginn að framleiða sexþúsundasta hlerann. En sjábu hvað ég skrifaði hja mér í morgun. 6034. Það var verið að ganga frá 6034. hleranum í morgun- Þetta eru mikil afköst. Enda halda mínir menn vel áfram. Ég er með 25 manns í vinnu. Ég er bara meb dug- lega menn og legg ekkert upp úr fjöld- anum." Fiskurinn róar Breska læknatímaritiö The Lancet hefur birt grein um niðurstöður rannsókna á fiskneyslu sein gerðar hafa verið í Edinborg í Skotlandi. Niðurstöðurnar benda til þess að aukin fiskneysla, einkum neysla á feitum fiski svo sem síld, makríl, laxi og sardínum, verki róandi á fólk. Rannsóknirnar benda til þess að fólk með ákveðna tegund af fitu í blóðinu, sem nefnd er triglycer- ides, eigi vanda til ab vera árásargjarnara en annað fólk. Neysla á fisklýsi, einkum því sem auðugt er af omega-3 fitusýrum, dregur hins vegar úr magni triglycerides í blóbinu. Vísindamenn í Edinborg könnubu blóðsýni úr 1500 manns, miðaldra körlum og konum sem valin voru af handahófi, og báru saman við skapgerðareinkenni þeirra. Niðurstöðurnar bentu til fylgni á milli árásargirni og áöur- nefnds fituefnis í blóðinu. Vísindamennirnir telja að þau áhrif omega-3 fitusýranna að draga úr árás- argirni geti verð ein af skýringunum á því ab aukin neysla þeirra dregur úr hættu á hjartasjúkdómum- (Infofish Intemational) 290 ÆGIR JÚLÍ1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.