Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 44

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 44
SJOMINJAR Sjóminjasafnib er opió alla daga í júní til sept- ember frá klukkan 13 til 17 og í október til maí á laugardögum og sunnu- dögum frá klukkan 13 til 17. Einnig er safnið opn- ab á öðrum tímum eftir samkomulagi. Fastir þœttir Sjóminjasafnsins í Ægi Stjórnendur Sjóminjasafns íslands hafa þekkst bob ritstjórnar Ægis um að birta fasta þætti um sjóminjar í blaðinu. Hér birtist fyrsti þátturinn, en hugmyndin með þáttum af þessu tagi er að auka skilning á mikilvægi þess að halda til haga munum og minjum úr þessum grundvallarat- vinnuvegi þjóðarinnar. Safnið mun beina fyrirspurnum og ábendingum til lesenda Ægis svo sem efni standa til og eru lesendur hvattir til ab hafa samband vib safnið, annað hvort beint eða fyrir milligöngu blaðsins. Þessi fyrsti þáttur Sjóminjasafnsins í Ægi er almenn kynning á safninu. Tengsl við fólk í sjóvarútvegi Þegar ritstjórn Ægis bauð Sjóminja- safni íslands að vera með fasta um- fjöllun um starfssvið sitt í ritinu tók safnið tilbobinu fegins hendi og þakk- ar gott boð. Sjóminjasafnið vill auka tengsl sín við alla þá sem starfa að veiðum og vinnslu sjávarafla og sigl- ingar og hyggur gott til glóðarinnar um samvinnu vib fólk á þessum vett- vangi. Sjóminjasafnið tók til starfa árið 1986 og heyrði í fyrstu undir sér- staka sjóminjasafnsnefnd sem kom því á fót og leiddi það fyrstu skrefin. Síðastliðið haust var safnið síðan gert að deild í Þjóðminjasafni íslands. Safnib nýtur faglegrar stjórnunar þjóðminjavarðar og þjóðminjaráðs og nýir menn hafa séð um reksturinn fra 1. nóvember í vetur. Björn G. Björns- son annast daglegan rekstur og kynn- ingarmál og safnvörður er Jón Allans- son sem lokið hefur námi í sagnfræði, fornieifafræði og safnavísindum fra Gautaborgarháskóla. í gömlu húsi með sól við Sögutorg Sjóminjasafnið er til húsa 1 Brydepakkhúsi að Vesturgötu 8, r hjarta Hafnarfjarðar. Húsið var reist um 1865 og er því tæplega 130 ára gamalt. Húsið var sérstaklega endur- byggt fyrir safnið og er einkar viðeig- andi umgjörð um muni og minjar fra sjósókn fyrri tíma. Næstu nágrannar i hjarta Hafnarfjarbar eru Byggðasafn Hafnarfjarðar, í elsta húsi bæjarins sem Bjarni riddari Sívertsen bygg^1 um 1803, og veitingahúsið A. Hansen í gömlu Hansensbúð. Þessir þrír aðilar hafa sameinast um að kynna starfsenn sína ásamt ferðamálafulltrúa Hafnar- fjarðar og kenna sig við Sögutorg Bjarna riddara í Hafnarfirði. Sitthvað er ab gerast á Sögutorgi alla sunnu- daga í sumar, svo sem fornbíladagur, hestadagur, markaðsdagur, og hefur það haft góð áhrif á aðsókn að safn- inu. Safn allra landsmanna Þótt Sjóminjasafn íslands hafi að- setur sitt í Hafnarfirði er þab safn alls landsins og hlutverk þess er aö skra, varðveita, rannsaka og sýna sjóminja1 322 ÆGIR JÚLÍ 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.