Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 16
veg. Ennfremur þarf að auka ráð- gjafarhlutverk félagsins." Tœknimál, frœösla og útgáfustarfsemi Ýmis fleiri verkefni eru á döf- inni. Innan vébanda Fiskifélagsins hefur um árabil verið rekin sérstök tæknideild í samvinnu við Fisk- veiðasjóð sem sinnt hefur margvís- legum rannsóknum og þjónustu í þágu sjávarútvegsins. Fiskimála- stjóri segir ráðgert að efla deildina til muna. Tæknideild býður út- gerðinni sérhæfða mælingaþjón- ustu sem aðrir bjóða ekki. Sérstök gjaldskrá var ákveðin um síðustu áramót og verður framvegis lögð aukin áhersla á þessa þjónustu- starfsemi. Jafnframt verður fræðslustarfsemi Fiskifélagsins auk- in, meðal annars með funda- og námskeiðahaldi. Þá verður áhersl- um breytt í útgáfumálum félagsins. Þrengingar í sjávarútvegi og starfsemi Fiskifélagsins Að undanfómu hefur árað illa í íslenskum sjávarútvegi og engum blandast hugur um að enn erfiðari tímar eru framundan, meðal ann- ars vegna aflaniðurskurðar. Óttast fiskimálastjóri ekki að áform um eflingu Fiskifélagsins kunni að reynast örðug í framkvœmd í Ijósi þessa? „Auövitað er ljóst að félagið get- ur ekki farið að þenja sig út við nú- verandi aðstæður. Það hefur alla tíð þótt gild herstjórnarlist að hörfa stöku sinnum og endur- skipuleggja liðið. Við munum draga eitthvað úr starfseminni frá því sem verið hefur með það fyrir augum að spara og vera viðbúnir þegar betur fer að ára í sjávarúrveg- inum því það er ekki spurningin hvort heldur hvenær rofa tekur til á ný. Hins vegar ber á það að líta að þrengingar í sjávarútvegi þurfa ekki að koma í veg fyrir eflingu félagsstarfsins og þróttmikla starf- semi sem byggist á hagkvæmni og skipulagningu. Þvert á móti eru gild rök fyrir því aö einmitt á erfið- leikatímum sé ríkari þörf fyrir öfl- ugt Fiskifélag en þegar allt leikur í lyndi." Fjárhagsvandi Fiskifélagsins Nú hefur mátt skilja á orðum Jónasar Haraldssonar, stjórnarfor- manns Fiskifélagsins, hér í Ægi að félagið rói lífróður í fjárhagslegum skilningi. Hvernig œtla menn að bregðast við fjárhagsvandanum? „Ég vísa til þess sem ég sagði áð- an um sparnað og hagræðingu. Það er rétt að síðustu tvö ár hefur Fiski- félagið verið rekið með umtalsverð- um halla og við horfum fram á halla á þessu ári. Við höfum þegar gert ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við reksturinn og erum að vinna enn frekar að þeim málum. Eitt af því sem þegar hefur komið til framkvæmda varöar tímarit okk- ar, Ægi. Við höfum gert samning við útgáfufyrirtæki um útgáfu Ægis og með því vonumst við til að fé- lagið þurfi ekki lengur að greiða með tímaritinu. Þá munum við leita eftir frekari verkefnum til þess að skapa félaginu auknar tekjur. Við munum leitast við að þróa þær upplýsingar sem við búum yfir að þörfum markaðarins með það fyrir augum að selja þær út til þeirra sem þurfa á slíkum upplýsingum að halda. Ennfremur munum við leggja áherslu á nýja samninga við hið opinbera um margs konar þjónustu sem Fiskifélaginu er kleift að veita á hagkvæmasta hátt fyrir ríkisvaldið. Núverandi samningur við Fiskistofu rennur út um næstu áramót og við vonumst til þess ar) fá nýjan samning við hið opinbera til nokkurs tíma. Þau verkefm munu mynda grunn starfseminnar hjá félaginu." Fiskifélagið á aö hafa skoðun Nýlega samþykkti stjórn Fiskife' lagsins ályktun um hvalveiðar. Þ° að Ijóst sé að mikill meirihluti þjóð' arinnar er hlynntur hvalveiðu>n undir vísindalegu eftirliti er alkunna að í sölusamtökum sjávcd' útvegsins óttast sumir afleiðiuS' amar. Er rétt að stjórn FiskiféluSs' ins álykti um efhi sem ekki er fuH' komin eining um innan sjávcit- útvegsins? „Fiskifélagiö eru víðfeðm saM' tök allra aðila á sviði sjávarútvegs- Þessi samsetning hefur valdið þvl að öðru hverju hafa kviknað raddn sem segja að félagið eigi ekki að hafa skoðun sem móðgað gæti ein_ hverja félagsmenn eða gangi ge8n hagsmunum þeirra. Þetta kann et til vill að hafa mótað starf félagsim5 að talsverðu leyti undangengn3 áratugi. Það er hins vegar skoðm1 núverandi stjórnar félagsins að Fiskifélagið eigi að hafa skoðun a hlutunum og að þá skoðun eigi aö móta á lýðræðislegan hátt í félag' inu." Niðurstöður Fiskiþings vega þungt Fiskiþing, sem haldin em árU’Sa' marka stefnu Fiskifélagsins Fiskiþing ályktar ennfremur utn helstu málefni sjávaríitvegsins hér a landi. Þcer raddir hafa heyrst ué vœgi Fiskiþings hafi minnkað có undanfórnu. Hver er skoðun fis^1' málastjóra á því? 294 ÆGIR JÚLÍ1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.