Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 46

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 46
Fastasýningin var að stofni til frá fyrstu dög- um safnsins og sérsýning- ar höfðu verið á jarðhæð, síðast sýning á munum úr sögu Skipaútgerðar ríkisins. setja upp nýja sýningu í safninu. Fastasýningin var að stofni til frá fyrstu dögum safnsins og sérsýningar höfðu verið á jarðhæð, síöast sýning á munum úr sögu Skipaútgerðar ríkis- ins. Þessi sýning var tekin niður um áramót og sett upp ný fastasýning sem tekur yfir svo til allt safnhúsið. Hún var formlega opnuð á sjómanna- daginn, 6. júní í sumar, og hefur fengið afbragðsdóma og frábæra að- sókn. Sýningargripum var fjölgað mjög og er öll uppsetning sýningar- innar með nýjurn hætti. í næsta tölu- blaði Ægis verður sérstaklega fjallað um fastasýninguna. Sýning í Geysishúsi í sumar Sjóminjasafnið hefur sett upp litla en skemmtilega sýningu á sjóminjum i gamla Geysishúsinu á horni Vestur- götu og Aðalstrætis í Reykjavík. Sýn- ingin ber yfirskriftina Sjósókn og sjáv- arfang og er á vegum Geysishúss Reykjavíkurborgar og Sjóminjasafns íslands í samvinnu við Ljósmynda- safn Reykjavíkurborgar og Árbæjar- safn sem lánar um 50 gamlar ljós- myndir af lífinu við sjávarsíðuna fyrr á öldinni. Þarna er til sýnis loftskeytaklefi sem settur var í togarann Geir RE 241 árib 1923, nýuppgeröur með öllum tækjabúnaði, Halakotsbáturinn, sem er tveggjamannafar af Vatnsleysu- strönd, smíðaður árið 1907, líkön af níu bátum eftir Grím Karlsson skip- stjóra í Ytri-Njarðvík og margvíslegur fróðleikur um saltfisk, lýsi, frystingu og aðra starfsemi á fyrri tíð. Sýningin í Geysishúsi er hugsub sem stutt sum- arkynning fyrir innlenda sem erlenda gesti og hún stendur fram til 22. ágúst. Hún er opin virka daga frá klukkan 9 til 18 og um helgar frá klukkan 11 til 18. REYTINGUR Nýr karfamarkaöur í Portúgal Söluskrifstofa SH í París hefur frá því í haust unnið ab þróun nýs markaðar fyrir sjófrystan og haus- skorinn karfa í Portúgal. Þetta starf hefur borib töluverðan árangur og er áætlað að selja um eitt þúsund tonn af karfa á þessum markaði i ár. Frá áramótum hefur salan numið tæplega sex hundruð tonn- um. Ekki er vitað til þess að ís- lenskur karfi hafi verið seldur til Portúgal áður. Hins vegar hefur karfi verið seldur til annarra Suður- Evrópulanda, einkum Grikklands og í minna mæli til Ítalíu, nokkur undanfarin ár. (Morgnnblaðið) Laxaborgari Nýlega hófst í tilraunaskyni sala á hamborgurum úr norskum laxi a útsölustöðum McDonalds-ham- borgarakeðjunnar í Noregi. Varan er seld undir heitinu McLaks (McLax) og hefur öðlast miklar vinsældir meðal viðskiptavina. Innan McDonalds-keðjunnar er nu rætt um að hefja sölu á laxaborgur- unum á öllum útsölustöðum McDonalds víbs vegar um heim- Alls eru starfræktir um tólf þúsund útsölustaðir á vegum McDonalds i 59 löndum heims. Mikil gróska er i starfseminni og á fjórtándu hverri klukkustund er opnaður nýr McDonalds-staður. Ef vel tekst til með markaðssetningu nýja laxa- borgarans ætla menn aö heldur betur hafi hlaupið á snærið hja norskum laxabændum. (Infoftsh IntemationaO 324 ÆGIR JÚLÍ 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.