Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 36

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 36
fiskanna, loðnu og síldar, en áður. Ennfremur vænt- um við þess að upplýsingastreymi aukist, til dæmis frá gervitunglum. Við notum gervitungl dálítið nú þegar því við erum komnir með nokkur rekdufl sem senda merki upp í gervitungl. Þannig fáum við nærri daglega upplýsingar sem veita okkur mun öruggari og ná- kvæmari vitneskju um breytingar á straumum en áður, sem aftur hjálpar okkur mjög við að átta okkur á reki seiða. Þannig er stöðugt verið að vinna að betri og öruggari niðurstööum en áður var og við vonum að skotum út í myrkrið fækki jafnt og þétt." Rannsóknaskipin oröin gömul „Þar sem við erum að tala um nýjar og betri rann- sóknaraðferöir er ekki úr vegi að minna á að rann- sóknarskipin okkar eru orðin æði gömul. Árni Friðriks- son verður 26 ára í haust og Bjarni Sæmundsson er þremur árum yngri. Ég held að nú sé komið að því að við verðum að minnsta kosti að fara að huga að nýju rannsóknarskipi, og það fyrr en seinna." í hópi hinna bestu Hvernig stendur Hafrannsóknastofnun sig í saman- burði við hliðstœðar stofhanir í nálœgum löndum? „Ég ætti nú ef til vill ekki að dæma um það. Systur- stofnanir okkar, til dæmis í Noregi, Bretlandi og Kanada, eru miklu stærri en Hafrannsóknastofnunin. Þó held ég að við séum síður en svo taldir í hópi hinna lakari. Ég tel mig geta fullyrt að við stöndum framarlega á ýmsum sviðum, til dæmis í úrvinnslu gagna og úttekt á fiskstofnum. Ég get nefnt að á vegum Alþjóöahafrannsóknaráðs- ins er starfrækt nefnd sem fjallar um aðferðafræði við úttekt á fiskstofnum. Formaður hennar er Gunnar Stefánsson tölfræðingur og hefur verið það í þó nokk- ur ár. Það segir sitt um það sem við erum að gera hér. Á sama hátt held ég að togararallið þyki mjög athygl- isvert erlendis þó að ýmsir gagnrýni það hér innan- lands. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að mæling- ar okkar á uppsjávarfiskum séu með því allra besta sem þekkist. Reyndar höfum við stundað bergmáls- mælingar á síldarstofninum lengur og eigum miklu betri gögn á þessu sviöi heldur en þekkist nokkurs staðar annars staðar í veröldinni. Þá má geta þess að úttekt okkar á skelfiskstofnum og rækjustofnum er með því besta sem þekkist. Ég varö til dæmis þeirrar ánægju aðnjótandi í fyrra að leggja fram ritgerð eftir Hrafnkel Eiríksson fiskifrS^ ing um þessi efni á fundi Alþjóðahafrannsóknaráös ins, en Hrafnkell gat ekki sótt fundinn. Niðurstöönr og aðferðir Hrafnkels fengu svo góðar undirtektir vinnunefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins á þessu sviö1 hefur nú gert þær að sínum. Þá hafa niðurstöður hval rannsókna vakið mikla athygli og raunar gerbreG1 allri umræðu um hvali á alþjóöavettvangi. Ennfren1111 má minna á mælingar okkar á frumframleiðni. rannsóknir ná yfir lengra tímabil en annars staöar þekkist í Norður-Atlantshafi, eða allt frá 1958 og erU samfelldar síðan. Þetta eru aðeins nokkur dæmi u111 Til árangur, en að sjálfsögðu má ávallt gera betur. dæmis er nauðsynlegt að efla vistfræðirannsóknir fra því sem nú er." Menntunarmól ó réttri leiö Hvernig þykir þér staðið að menntun fólks fyrir sjaV arútveginn? „Ég tel að betur hafi mátt standa að málum, en hef þá trú að það standi mjög til bóta núna. í Háskól anum á Akureyri er unnið mikið starf um þessar mundir og við höfum tekið þá stefnu að styðja ræki lega við bakið á þeim þar nyrðra, bæði með því að efla útibú okkar á Akureyri og einnig fara bestu menn okk ar norður til að kenna. Þá sýnist mér að það sé a& takast aukin samvinna við Háskóla íslands hér syöra- Samstarfið við skólann hefur verið mjög gott á sum um sviðum, en mætti hafa verið betra á öðrum- Á| mennt held ég að í menntunarmálum horfi nú betri vegar. Ég er ekki í vafa um að aukin menntun a eftir að efla starfsemina hjá okkur. Mjög miklu skiptlf að fá fólk út í atvinnulífið sem hefur fengið verleg3 menntun á þessu sviði þannig að það skilji betur hlur ina og geti metið betur þær niðurstöður sem koma fra okkur." Sterkur órgangur nýrra vísindamanna Fyrir örfáum árum var ekki einn einasti stúdent a læra fiskifrœði. Hefiir orðið breyting þar á? „Þetta hefur gerbreyst. Við höfum hvatt líffræö1 stúdenta til þess að koma hingað til okkar. Þeir hafa verið sumarmenn og nokkrir hafa fengið verkefni viö fjölstofnarannsóknirnar. Nú er svo komið aö efnileg111 hópur stúdenta er á leiðinni í fiskifræði og skyld11111 fræðum. Eftir því sem úrvinnslan eykst þurfa meUn 314 ÆGIR JÚLÍ1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.