Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 15
um ættleiðingu í tilefni af þvi, er barn hefur skóla-
göngu eða fermist, og er þess þá oft getið, að barn bafi
verið lijá ættleiðendum frá unga aldri og stundum frá
fæðingu. Athugun, sem ég gerði á því, hve gömul börn
væru, er samþykki til ættleiðingar er dagsett, leiddi i Ijós,
að í rösklega 25% af öllum ættleiðingartilfellum var slíkt
samþykki ritað innan 4 vikna frá fæðingu barns, og er
þá tíðast ljóst i þeim tilvikum, að barn hefir verið tekið
í fóstur þegar frá fæðingu. Gæti ég trúað, að börn kæmu
til ættleiðenda innan eins mánaðar frá fæðingu í um það
bil 3Cr% af öllum ættleiðingartilfellum.
Eg skal þá vikja örfáum orðum að högum ættleiðenda.
Því miður varð elcki ráðið jafn mikið af úrvinnslugögn-
unum þá eins og æskilegt hefði verið. T. d. var ekki
sýnilegt af þeim, á hvaða aldri ættleiðendur eru, þeg-
ar ættleiðing fer fram. Athugun á nokkrum tugum lej'fa
benti þó til þess, að velflest hjón, sem ættleitt hafa börn
á þessu tímabili, séu á aldrinum 25—35 ára, en stjúpfeð-
urnir sennilega nokkru eldri. Þegar föðurforeldrar eða
móðurforeldrar ættleiða barnabarn sitt, eru þeir miklum
mun eldri, eða talsvert yfir 50 ára til jafnaðar, en þá er
þess að geta, að börn hafa langoftast verið á heimili afa
og ömmu'frá barnsaldri.
Athugun á ættleiðendum leiddi að öðru leyti i ljós, að
oftast eru hjón sameiginlega ættleiðendur, eða við 56,2%
allra ættleiðinga. Næst að fjölda til koma ættleiðingar
af hendi stjúpfeðra, eða 41,0%, og taka þessir tveir flokk-
ar vfir 97,2% allra ættleiðinga. Móður- eða föðurforeldrar
barns — og þá nálega alltaf móðurforeldrar ■— eru ætt-
leiðendur i 1,2% allra ættleiðinga. Þessum þremur floklc-
um ættleiðinga er það sameiginlegt, að hjón eru ættleið-
endur og alast börn upp á heimili þeirra. Ættleiðingar-
beiðnum af bendi einstaklinga er langoftast hafnað, nema
alveg sérstaklega standi á, og þá einkum ef barn befir
verið alllengi i fóstri. Afa, sem var ekkill, liefir verið leyfð
ættleiðing tveggja barna, ekkju (fósturmóður) ættleiðing
Tímarit lögfrœöinga
77