Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Qupperneq 31
ur gerningur að lögum og m. a. hverfur foreldravald frá
tilteknum forráðamönnum barns að nokkru eða öllu til
ættleiðenda. I>að er þvi eðlilegt, að forráðamaður barns
hljóti að samþykkja þennan gerning, enda skortir barn
sjálft langtíðast þroska til að meta gildi ættleiðingar raun-
hæft og lagalega.
a. Samþykki barns sjálfs. Samkv. 5. gr. ættleiðingar-
iaganna verður barnið sjálft að samþykkja ættleiðingu,
ef það hefir náð 12 ára aldri. Fyrir gildistið ættleiðingar-
laganna frá 1953 mun hafa þurft samþykki frá væntan-
legu kjörbarni, ef það var orðið sjálfráða, en ekki endra-
nær. Eftir breytingar þær, sem gerðar voru 1956 á nor-
rænu ættleiðingarlögunum, er nú í öllum löndunum mið-
að við 12 ára aldur i þessu efni, en bætt er við þeirri
reglu, að ekki sé þörf samþykkis, þótt kjörbarn hafi náð
12 ára aldri, ef óttast megi, að það sé skaðlegt barni að
leita samþykkis þess. Er hér aðallega átt við það, er fóst-
urbarn elst upp í þeirri trú, að það sé raunverulega
barn fósturforeldra og skaðvænt þykir að skýra barni
frá binni raunverulegu aðstöðu á tilteknu timamarki.
í greinargerð er gert ráð fyrir, að ákvæðið verði i reynd
einskorðað við börn á aldrinum 12—16 ára. Ákvæði slikt
sem þetta mun hafa mjög litlu hlutverki að gegna hér
á landi, þar sem minni leynd hvílir yfir sifjatengslum
manna hér en á hinum Norðurlöndunum, en hins vegar
mætti lögfesta það hér að skaðlausu.
Lög erlendis hafa mismunandi ákvæði um þann aldur,
sem áskilinn er í þessu efni, t. d. 10 ár (Albanía, Búlg-
aria, Júgóslavía, Sovét-Rússland), 12 ár (Italia), 13 ár
(Pólland), 14 ár (Ungverjaland), 16 ár (Belgia, Grikk-
land) og í Sviss er þvi aðeins þörf á samþykki ættleið-
ings, að hann sé lögráða. Einnig þekkist sú lagatilhög-
un, að leita skuli samþykkis ættleiðings, ef hann getur
borið skvnbragð á gildi samþvkkis (Tékkóslóvakía) eða
að samþykki sé látið velta á mati dómara hverju sinni
(England, Frakkland). í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna
Tímarit lögfrœöinga
93