Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 36
eru engar formreglur um samþykki til ættleiðingar, og
gegnir þessu einnig um hin norrænu lögin. Sums staðar
í löndum er þess lnns vegar krafizt, að samþykki sé gefið
eða a. m. k. staðfest fyrir dómara eða stjórnvaldi þvi, sem
leysir úr ættleiðingarumsóknum. Þar sem samþykki til
ættleiðingar er mjög örlagaríkur gerningur, virðist vera
full ástæða til að formbinda það með nokkrum hætti. Virð-
ist t. d. vera þörf að áslcilja, að samþykkið sé dagsett og
að það sé vottfest. Er áreiðanlega hægt að taka upp slíkar
kröfur af hendi dómsmálaráðunevtis, þótt ekki séu þær
lögfestar, og er raunar kunnugt, að í öllum þorra tilvika
er þessum tveimur kröfum fullnægt hér á landi. Hefir
komið fvrir, að ráðuneytið hafi óskað þess, að samþvkki
sé staðfest fyrir dómara. Hér kærni einnig mjög til greina
að áskilja, að samþvkki sé staðfest i viðurvist fulltrúa
barnaverndarnefndar, enda er þess að geta, að oft er for-
ráðamanni þörf á leiðbeiningum urn réttaráhrif slíks sam-
þykkis. Hygg ég, að hin siðargreinda tilhögun sé hag-
felld hérlendis.
Samkv. norrænu ættleiðingarlögunum og þá einnig hin-
um íslenzku, hefir verið talið, að samþykki til ættleiðing-
ar sé fullnægjandi, þótt það sé gefið, áður en barn fæðist.
Er hæstaréttardómur 24. jan. 1959 skýrt fordæmi fyrir
þessari skoðun hér á landi, þar sem samþykki til ættleið-
ingar var i þvi máli ritað um tveimur mánuðum áður en
barn fæddist. Eins og fvrr greinir, eru þess nokkur dæmi
hér á landi, að levfi til ættleiðingar hafi verið gefið á grund-
velli samþvkkis, sem svo var háttað. Á hinum Norðurlönd-
unum á þetta sér oftast stað, þegar ættleiðing fer fram
fyrir milligöngu barnaverndarnefnda eða mæðrastyrktar-
félaga. Þessi tilhögun styðst við ýmis rök, en að mörgu levti
er hún samt varhugaverð. Stundum þarf af félagslegum
ástæðum að ráðstafa barni þegar frá fæðingu, og stuðlar
samþykki, sem veitt er fyrir fæðingu, að þvi, að unnt sé
að leysa þann vanda í tæka tíð, enda mun rnóðir oft hafa
erfiðari aðstöðu til að sinna slíku máli eftir fæðingu barns
98
Tímarit lögfrœöinga