Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 49
5) Lífeyrisréttindi kjörbarns o. fl.
Samkv. lifevrislögum taka kjörbörn sjóðsfélaga lífevri
með sama hætti og eigin börn, ef sjóðsfélagi andast, og
þau eiga einnig slíkan rétt, ef hann verður örvrki, sbr.
t. d. 1. nr. 64/1955. Þá er það enn fremur ljóst, að kjör-
barnið er talið með öðrum börnum bans, þegar persónu-
frádráttur hans er metinn við ákvörðun tekjuskatts og
eignarskatts, sbr. 1. 46/1954, 12. gr. 3. málsgr., svo og
útsvars. Kjörbörn eiga og ótvírætt rétt á bótum fyrir
missi fyrirvinnu samkv. 264. gr. alm. hgl., ef kjörfaðir
þeirra eða kjörmóðir fellur frá, enda sé bótagrundvöllur
að öðru levti fyrir bendi. Ivjörforeldri verður enn fremur
að svara til bóta fvrir tjón, er kjörbarn vinnur með sama
bætti og er um skaðaverk, er eigið barn þeirra vinnur.
Um erfðarétt kjörbarns að óðali, sjá 1. 116/1943, 19.
gr. b, 23. gr., 46. gr. 2. og 8. tl. Um réttarstöðu kjör-
barna i sambandi við sölu jarða, sjá 1. 40/1948, 4., 5., 6.
og 9. gr. og i sambandi við ábúð jarða, sjá 1. 8/1951, 9.
gr. 2. málsgr., og við húsaleigu sjá 1. 39/1943, 1. gr. I sum-
um þessum ákvæðum eru kjörbörn og fósturbörn lögð
að líku.
6) Réttarfar og stjómsýsla.
Sifjatengsl, er stafa af ættleiðingu, geta valdið vanhæfi
dómara og handhafa stjórnvalds til úrlausnar máls, ef
kjörbarn er aðili máls eða fyrirsvarsmaður aðilja, sbr.
36. gr. 2. og 3. tl. eml. eða ef kjörbarn hefir verið vitni
eða matsmaður í máli o. fl., sbr. 36. gr. 6. tl. sömu laga.
Engin slík lagatengsl eru hins vegar milli kjörsystkina,
að þvi er séð verði. Heimilt er og vitni að skorast undan
vættisburði, ef aðili máls er eða liefir verið kjörfaðir þess
eða kjörbarn, sbr. 125. gr. eml., sbr. einnig um staðfest-
ingu skjTslu 127. gr. 2. málsgr. 1. tl., um matsmenn 139.
gr. eml. og um aðildareið 161. gr. eml. Svipað verður
viðhorfið við úrlausn og meðferð opinberra mála, sbr. 1.
27/1951, 10., 89. og 90. gr., og að nokkru 91. gr. I hæsta-
Tímarit lögfrœöinga
111