Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Page 70
segja, að nein föst regla gildi uin víðáttu landhelginnar
upp að 12 milna markinu og skapar það strandríkinu
meira svigrúm en ella hefði verið til þess að beita henni
við ákvörðun á rúmum landhelgismörkum upp að því
hámarki.
Fordæmið sem réttarheimild.
Þegar ekki er unnt að benda á, að ein takmarkaregla
gildi um ákveðið þjóðréttaratriði, eykst gildi fordæmisins
sem réttarheimildar, og getur það oft ráðið úrslitum um
takmörk lögmætis athafnarinnar. Þvi er mikilvægt að
hyggja að þróun reglna um mörkun landhelginnar víðar
en 3 mílur, sem veita fordæmi um myndun réttarvenju
á því sviði.
Fjögurra milna landlielgi Noregs og Svíþjóðar hefir
um langan aldur notið viðurkenningar allra ríkja, þótt
þar liafi aðeins verið um framkvæmd tveggja ríkja að
ræða í seinni tíð.
Sex milna landhelgismörkin hafa einnig öðlazt löghelg-
un venjureglu og njóta nú almennrar viðurkenningar,
jafnt þriggja mílna þjóðanna sem annarra. Upphaflega
voru þau engu að síður framkvæmd í algjöru trássi við
skoðun þriggja mílna þjóðanna á því, hver mörk land-
helginnar væru, en öðluðust engu að síður smám sam-
an réttargildi venjureglunnar.
ítalía lýsti yfir 6 mílna landhelgi 1914, Spánn 6 mílna
tolllögsögu 1894 og 6 mílna fiskveiðilögsögu 1913, Portú-
gal 6 mílna landhelgi 1885/1927, Tyrkland 6 mílna land-
helgi 1914, Sýrland 6 mílna fiskveiðilandhelgi 1921 (nú
Sameinaða Arabalýðveldið, 12 mílna landhelgi 1958), Líb-
anon 6 mílna fiskveiðilandhelgi 1921 og Grikkland 6 milna
landhelgi 1936.t)
1) Svíþjóð lysti yfir 4 mílna landhelgi með konungstilskipan
14. október 1686, Noregur með konungstilskipan 22. febrúar 1812.
2) „The Law of the Sea“. Útg. af: The Society of Comparative
Legislation and International Law. London 1958, bls. 38—41.
132
Tímarit lög'frceöinga