Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Síða 85
einu landhelgismörkin, sem þj óðarétturinn viðurkenni.
Þessi ummæli nefndarinnar i tveimur síðustu álitum
hennar eru fullgild staðfesting á því, að 3 mílna reglan
er ekki almenn þj óðréttarregla, sem öllum rílcjum beri
að hlita. Þessi ummæli nefndarinnar svipta og þær rök-
semdir 3 mílna þjóðanna gildi sínu, að öll landhelgis-
mörk víðari en 3 mílur séu ólögleg og í andstöðu við
þjóðarétt, þvi að sú fullyrðing byggist á þeirri forsendu,
að 3 mílna mörkin séu almenn þjóðréttarregla og beri
öllum ríkjum að fylgja þeim í löggjöf sinni. Þegar sú
forsenda hefur rej’nzt röng, eins og nefndin tekur af
allan vafa um, verður fullyrðingin um ólögmæti land-
helgismarka út að 12 mílum ekki studd frekari rökum.
Og í næsta kafla skýringanna við 3. gr. í álitinu frá
1955, sem endurtelcnar eru í skýringum við greinina í
lokaáliti nefndarinnar árið eftir, segir:
„The extension, by a State, of its territorial sea to
a breadth of between three and twelve miles is not
characterised by the Commission as a violation of in-
ternational law.“
Þessi ummæli nefndarinnar, ásamt 2. mgr. 3. gr. í áliti
hennar 1956, sýna glögglega, að Þjóðréttarnefndin telur
12 mílna landhelgi ekki brot á þjóðarétti. Sú landhelgi
er því lögmæt og í fullu samræmi við þjóðarétt. 1 þess-
um ummælum nefndarinnar felst, að ríki, sem færir land-
helgi sína út að 12 mílum fremur ekki þjóðréttarbrot; öðr-
um þjóðum er ekki unnt að mótmæla útfærslunni eða
beita valdi til þess að hindra hana á þeim grundvelli, að
hin nýju landhelgismörk séu brot á þjóðarétti.
Ummæli nefndarinnar um þessi tvö atriði eru hinar
mikilvægustu réttarlieimildir. Á þau verður litið sem
höfuðsönnun um það, livað lögmætt er í þessum efnum,
þótt nefndin hafi ekki skráð þau i greinar sinar, heldur
aðeins í skýringar, meðan engin önnur mikilvægari rétt-
Tímarit lögfrœSinga
147