Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 37
Sá fyrirvari er gerður varðandi vistun á hæli, að hún getur ekki staðið lengur en til loka refsitímans. c) Breytingar á skilorði. Dómsmálaráðherra tekur allar ákvarðanir um lengd reynslutíma og beitingu hinna sérstöku skilyrða, sbr. 3. mgr. 41. gr. hgl. Hann getur vegna breyttra ástæðna fellt skilyrði niður að nokkru leyti eða öllu, breytt þeim og gefið fyrirmæli um ný skilyrði innan marka 2. mgr. 41. gr., sbr. greinargerð. Hér er því um mjög sveigjanlega heimild að ræða, sbr. að sínu leyti 58. gr. hgl. um skilorðs- dóma. Með þessu er unnt að laga úrræðin eftir högum hvers aðila um si'gf, viðbrögðum hans og aðstöðu allri á reynslutímanum. Fara verður þó varlega í að setja ný skilyrði, nema um þeim mun brýnni ástæður sé að tefla. Sú leið kann þó að vera aðila hagfelldari, ef hann með því móti sleppur við aðrar afleiðingar skilorðsrofa, sbr. 2. mgr. 42. gr. hgl. 3) Skilorðsrof og afleiðingar þeirra. Ákvæði 1. og 2. mgr. 42. gr. hgl. fjalla um skilorðsrof og hvernig við þeim skuli bregðast. Verður að greina milli þess, hvort rofið er almenna skilyrðið (nýtt brot) eða sérstöku skilyrðin. Séu skilorðsrof fólgin í nýju broti, skal varðandi ákvörðunaraðila greina á milli ótvíræðra brota á alm. hgl. og annarra refsiverðra brota. Þessi síðari aðgreining á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Það er nýmæli hér á landi að ætla dómstólum nokkurn hlut að ákvörðun um afleiðingar skilorðsrofa. I reynd munu það þó verða fremur fá tilvik, sem koma til úrlausnar dómstóla. a) Rof á almenna skilyrðinu. Ef brot varðar við almenn hegningarlög og telst ótvírætt, tekur dómsmálaráðherra ákvörðun um framhald máls- ins, sbr. 2. mgr. 42. gr. Ráðherra hefur ýmis úrræði um að velja önnur en það að láta hinn brotlega afplána eftirstöðvar refsivistar. Hann get- ur breytt skilyrðum reynslulausnar, m.a. lengt reynslutíma og/eða umsjónartíma allt að lögmæltu hámarki. Hann getur sett ný skilyrði skv. 2. mgr. 41. gr., sem aðila voru ekki sett í upphafi. Með ótvíræðu broti er átt við háttsemi, sem aðili játar að hafa framið, eða óyggjandi gögn benda til, að hann hafi framið, svo sem þegar hann er staðinn að verki, sjá greinargerð. Ákvörðun um, að aðili taki út eftirstöðvar refs- ingar, tekur ekki gildi, fyrr en gæsluvarðhaldi lýkur vegna hins nýja brots. Ef um annars konar afbrot er að ræða, þ.e. ef áðurgreindum tveimur skilyrðum er ekki fullnægt, er ekki unnt á þessu stigi að kveða á um afleiðingar skilorðsrofa, heldur verður að bíða úrlausnar dómstóla um refsingu, sjá 1. mgr. 42. gr. Er við það miðað, að réttarrannsókn sé hafin fyrir Iok reynslutíma. Dómstóll, sem um málið fjallar, ákveður síðan refsingu í einu lagi fyrir brot það, sem nú er dæmt um, með hlið- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.