Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 5
Vibtal: Vilhelm G. Kristinsson. „Fólkib í þorpinu hafði öldum saman haft lífsviðurværi sitt af selveiðum og þekkti ekki abra leiö til lífsviðurværis. Greenpeace tókst á fimm árum að leggja lífsgrundvöll þorpsbúa í rúst meb því að hamast gegn selveiðum þeirra. Ég hef aidrei séð fólk jafnniðurbrotið og þarna. Það hafði hins vegar aldrei gert neitt annaö af sér en ab lifa af náttúr- unni og í fullkominni sátt við hana." í skjóli regnbogans Þetta segir Magnús Guðmundsson, blaðamaður og kvik- myndagerðannaður, í viðtali við Ægi. Magnús hefur á und- anfómum ámm verið fyrirferðarmikill andófsmaður við mál- flutningi svonefndra umhverfisvemdarsamtaka gegn nýtingu sjávarspendýra og nú upp á síðkastið fisksins í sjónum. Þetta er hlutskipti sem hann segist sjálfur hafa öðlast fyrir tilviljun, hvort sem honum hafi líkað betur eða verr. Nýjasta kvikmynd Magnúsar, í skjóli regnbogans, hefur ekki vakið síðri athygli en hinar tvær sem á undan komu, en í nýju myndinni bein- ast spjótin einkum að innviðum Greenpeace-samtakanna og fjármálum þeirra. Grunsemdir vakna En hver vom tildrögin að því að Magnús fékk áhuga á um- hverfisvemdarsamtökunum? „Tildrögin má rekja allt aftur til 1981 þegar ég hóf störf á Ritzau-fréttastofunni í Kaupmannahöfn. Um það leyti voru farin að streyma inn fréttatilkynningar og skeyti frá Green- peace og maður hafði ekki nokkra ástæbu til þess ab ve- fengja þau á neinn hátt. Þetta virtist alit vera hið besta mál og mjög spennandi vettvangur sem menn voru að vekja at- hygli á. Þar kom hins vegar ab skeytin fóru ab snúast um ís- land og íslendinga. Þar sem ég var eini íslendingurinn á rit- stjórninni var ég látinn hafa öll skeytin sem snertu ísland. Ég þurfti ekki ab lesa lengi til þess ab sjá að þarna voru alls konar rangfærslur á ferðinni og kjaftæði sem ekki stóbst. Þar með vöknuðu hjá mér grunsemdir um ab ekki væri allt með felldu um málflutning þessa fólks og ennfremur spurði ég sjálfan mig: Úr því þeir fara rangt með staðreyndir sem ég þekki sjálfur, er þá ekki annar málflutningur þeirra sama marki brenndur." Eyðileggingin á Grænlandi „Árið 1985 var ég svo sendur til Grænlands á vegum Ritzau í erindum sem voru alls óskyld þessum. Þá sá ég með eigin augum eyðilegginguna sem þar hafði orðið í efnahags-, félags- og atvinnumálum og hlustaði á lýsingar innfæddra á afleiöingum áróðursins gegn selveiðunum. Sumt af því sem ég sá var með ólíkindum. Þarna varð mér ljóst að nauðsynlegt væri að segja frá þessu." Kveikjan aö Lífsbjörginni „Ég skrifabi í kjölfarið nokkrar blaðagreinar um þab sem fyrir augu bar á Grænlandi. Þessar greinar fóru á neti Ritzau út um öll Norðurlönd og víða um Evrópu, en voru sáralítið birtar. Það virtist enginn hafa áhuga á örlögum Eskimó- anna. Menn virtust hafa miklu meiri áhuga á því sem Greenpeace var að gera. Þá ákvað ég að gera heimildar- mynd. Þetta var kveikjan að Lífsbjörg í Noröurhöfum." Herferðirnar gegn íslendingum „Um það leyti sem vinnan við Lífsbjörgina var að hefjast fóru herferöirnar af stað gegn hvalveiðum íslendinga. Það varð til þess að í staðinn fyrir ab myndin fjallaði um örlög Eskimóanna eingöngu tók ég málefni íslendinga og Færey- inga með. Hins vegar réði fjárskortur því að ég fór ekki til Noregs og Kanada líka." Greenpeace vildi stöðva myndgerðina „Um leið og það kvisaðist út aö ég væri ab gera þessa mynd hófst geysilegur þrýstingur frá Greenpeace um að ÆGIR MARS 1994 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.