Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 38
Fiskifélagið og íslenskur sjávarútvegur Félagsmálin Fiskifélagið var stofnab árið 1911 sem almennt framfarafélag í sjávarútvegi. Það hefur þróast í gegnum tíðina og hefur getið af sér á beinan og óbeinan hátt nýj- ar stofnanir. Stjórnkerfi landsins hefur einnig þróast. Ekki eru nema þrjátíu ár frá því aö fagráðuneytin, sjávar- útvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytið, voru skilin að upp úr atvinnu- málaráðuneytinu, en allt til þess tíma gegndi Fiskifélagið veigamiklu hlutverki sem tengiliöur sjávarútvegsins við stjórnvöld. Síðan hefur þetta hlutverk minnkab eftir því sem nýjum aðilum hefur vaxið fiskur um hrygg. í þessu hlutverki ráðgjafa hefur félagskerfi Fiskifélags- ins verið ómetanlegt og er ekki úr vegi að líta örlítið nánar á uppbyggingu þess. í hverri verstöö/útgerðarstað er heimilt að stofna fiskifé- lagsdeild sem setur sér sínar samþykktir og kýs sér stjórn. Allir þeir sem áhuga hafa á sjávarútvegsmálum geta orðið félagar og gildir einu hvort þeir starfa á sjó eða í landi við sjávarútveg eða hafa bara áhuga á málefn- um atvinnugreinarinnar. Samþykktir deildarinnar þurfa staðfestingu stjórnar Fiskifélags íslands en að öbru leyti er fiskifélagsdeild- in sjálfstæð eining og starfar sem slík. Deildirnar eru nú 47 um land allt (áætlaður félagafjöldi er um tvö þúsund), mynda sjö fjórð- ungssambönd eða lands- hlutasamtök sem halda sín fjórðungsþing og senda það- an fulltrúa á Fiskiþing sem fer með æðsta vald í málefn- um Fiskifélagsins. Þess skal getið að stjórnir deildanna eiga að endurspegla sam- setningu atvinnulífsins í sjávarútvegi á viðkomandi stað. Þannig eiga útgerðir, vinnsla, sjómenn, verkafólk og trillukarlar ab hafa sína fulltrúa í stjórn viðkomandi deildar. Þessara sömu sjón- armiða er einnig reynt að gæta í vali fulltrúa á Fiski- þing svo og í stjórn Fiskifé- lagsins. Þannig hafa fulltrú- ar sjávarútvegsins verið lýð- ræöislega valdir á umræbu- vettvang hans sem er Fiski- þing. Fiskiþing var fyrst haldið árið 1913, eða fyrir áttatíu árum. Alls hafa verið haldin 52 þing enda ekki fyrr en á síðari árum sem farið var að halda Fiskiþing árlega. Fyrst áttu einungis fiskideildirnar fulltrúa á Fiskiþingi en á síð- ari árum hafa fulltrúar hags- munasamtaka í sjávarútvegi setib þingið, í allt eiga nú sæti fjörutíu fulltrúar á Fiskiþingi, 26 frá fiskideild- unum og 14 frá hagsmuna- aðilum. Fiskiþing kýs ellefu manna stjórn sem aftur kýs fjögurra manna fram- kvæmdaráb sem fer með daglega stjórn félagsins ásamt fiskimálastjóra sem er framkvæmdastjóri þess. Þessi lýbræbislega upp- bygging Fiskifélagsins ætti ab tryggja að hin margvís- legu sjónarmib, sem óhjá- kvæmilega eru uppi á hverj- um tíma í sjávarútvegi, heyrist á Fiskiþingi. Þar sem hagsmunasamtökin hafa sína fulltrúa á þinginu er ljóst að hvergi er betri vett- vangur til skoðanaskipta eða til að koma fram sínum sjónarmiðum um sjávarút- veg heldur en á Fiskiþingi. Ljóst er að Fiskiþing hef- ur um margt mótab stefnu stjórnvalda í sjávarútvegs- málum á gengnum árum. Því miður er vegur þess nú ekki eins mikill og áður og heyrast ýmsar gagnrýnis- raddir á uppbyggingu Fiski- þings, fulltrúaval á það o.fl. Margt í þessari gagnrýni á rétt á sér en annað ekki eins og gengur, en því verður ekki á móti mælt að Fiskifé- lagið hefur ekki farið var- hluta af þeirri félagslegu deyfð sem virðist landlæg hérlendis og kemur það fram í starfsemi fiskideild- anna sem hvílir eingöngu á herðum örfárra manna. Þetta veldur því að endur- nýjun og val fulltrúa verður ekki alls staðar sem skyldi og því verða ályktanir og samþykktir Fiskiþings ekki eins og trúverðugar og þær þyrftu að vera. Stjóm Fiski- félagsins og Fiskiþing hafa haft af þessu áhyggjur og íhuga nú leibir til úrbóta, m.a. hvort rétt sé að breyta samþykktum félagsins. Þó má benda á að meb öflugra félgsstarfi og markvissari þátttöku Fiskifélagsins í ab skapa umræðuvettvang í sjávarútvegi má breyta þessu verulega og ab þvi marki stefnir núverandi stjórn Fiskifélags íslands ótrauð. Til ab svo geti orðiö verða félagsmenn að láta í sér heyra og taka virkan þátt í þeim fundum og umræb- um sem framundan eru á vegum Fiskifélagsins og fiskideildar sinnar. Eins og fram hefur komið er ljóst að Fiskifélagið og fiskideildirnar á hverjum stað em öflug tæki til að koma á framfæri skoðunum um hvernig standa eigi að fiskveiðistjórn og rekstri í sjávarútvegi á íslandi. Hér er um gamalgróinn farveg að ræða og lýðræðislegan um- ræbuvettvang sem núver- andi stjórnvöld hafa ekki kært sig um að nota sem skyldi. í ljósi ofangreinds markmiðs stjómar Fiskifé- lagsins um að efla stafsemi þess á félagslega sviðinu er skorað á alla þá sem láta sig sjávarútveg einhverju skipta að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar og styðja við bakiö á fiskifélagsdeildunum og um leiö að styðja Fiskifélag- ið og Fiskiþing svo halda megi áfram frjálsum skoð- anaskiptum um sjávarút- vegsmál þannig ab stjórn- völd fái sem besta ráðgjöf á hverjum tíma i því vanda- sama hlutverki að marka þá stefnu og þær reglur sem ís- * lenskur sjávarútvegur þarf að fara eftir. Bjami Kr. Grímsson. 38 ÆGIR MARS1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.