Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 17
Frá Hafrannsóknastofnun: Hiti og selta í meðallagi Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son var í sjórannsóknaleiðangri á mið- unum umhverfis landið 7.-18. febr- úar síðastliðinn. Heildarniðurstöður sýna að hiti og selta var í meðal- lagi í sjónum allt í kringum landið miðað við árstíma. Lítil hætta virbist á hafís í vetur eða vor, segir í frétt sem Ægi hefur borist frá Hafrannsóknastofnun. Leiðangrar sem þessi hafa verib farnir á þessum árstíma allt frá árinu 1970. Helstu niðurstöður hita- og seltumælinga voru þessar: Sjávarhiti og selta fyrir Suður- og Vesturlandi var í meðallagi, eða 5-7 gráður, 35,1%. Hlýsjórinn að sunnan náði fyrir Kögur, 3-4 gráður, 34,9%, en austar á norðurmiðum var hitastig 2-3 gráður (vetrarsjór) sem telst vera í meðal- lagi fyrir árstímann. Skilin við kalda sjóinn að norðan voru langt undan landi og hvergi varð vart við kaldan pólsjó né hafís á athugunarsvæðum. Á Austfjarðamiðum var hitastig sjávar tæpar 2 gráður sem er nálægt meðal- lagi. Djúpt út af Norðausturlandi í Austur-íslandsstraumi var selta í vetur tiltölulega há sem benti hvorki til nýís- myndunar né ísreks úr þeirri átt. Skilin milli kalda og hlýja sjávarins vib Sub- austurland voru að vanda í Lónsbug. Hitastig grunnt með Suðurlandi á loðnuslóð var um 6 gráður. Ferskvatns- áhrif vom lítil fyrir Suðvesturlandi. í leiðangrinum voru einnig gerðar athuganir á átu og kolefni í sjónum fyrir Norðurlandi. Fyrir Veöurstofu ís- lands fóru fram sérstakar veðurfarsat- huganir og sýnum var safnaö á ýmsum stöbum fyrir Geislavarnir ríkisins. Leiðangursmenn á rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni voru Svend- Aage Malmberg, leiðangursstjóri, og hafrannsóknamennirnir Héðinn Valdi- marsson, Jóhannes Briem, John Mortensen, Guðmundur Sv. Jónsson og Sólveig Ólafsdóttir. Skipstjóri var Ingi Lárusson. □ Rannsóknaskipiö Bjarni Sæmundsson. innar er liðinn m sínum með gæðakolsýru m.a. til matvælaiðnaðar og málms NYTT A ISLANDI: • Mapp skurðargas *Aukin gæði, öryggi og sparnaður. • Eims Secure 18 Blandgas *Aukin suðugæði. • Eims Aroco 8 Blandgas *Lágmarks eftirvinnsla • Eims Edling Blandgas *Fyrir rústfría suðu á Mig/mag. • Allar flöskur 200 bar flöskur »Meira innihald-Færri ferðir-Minni kostnaður. • Sækjum og sendum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. • Tæknileg aðstoð. • Hröð og góð þjónusta. EINJMIG BJOÐUM VIÐ: • Kolsýru. • Eims Argon 4,0. • Súrefni 2,5. • Acetylen. • Áhöld, tæki og aukahlutir. Verslum við íslenskt fyrirtæki Eimur hf Skrifstofa og verksmiðja Hafnarskeið 65, 815 Þorlákshöfn, sími 98-33555, Kvöld og helgar 984-53489. Dreifistöð Eirhöfðal3, 112 Reykjavík.sími 91-673070. alkost og kynnist þ ta á markaðinum ÆGIR MARS 1994 1 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.