Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 35
Tæknilegar upplýsingar (aöalvél meö skrúfubúnaöi): Gerö vélar........................ 6R 22 MD-C Afköst............................ 930 KW (1264 hö) Snúningshraði..................... 1000 sn/mín Gerð niðurfærslugírs.............. ACG 500 Niöurgírun........................ 6.35:1 Gerð skrúfubúnaðar................ 9 PR 3-8 Efni í skrúfu..................... NiAl-brons Blaðafjöldi skrúfu................ 3 Þvermál skrúfu.................... 2800 mm Snúningshraði..................... 157 sn/mín Skrúfuhringur..................... Fastur Við fremra aflúttak aöalvélar tengist deiligír frá Hytek af gerð FGC 620-55 HC með úttök fyrir vökvaþrýstidælur vindna, snúningshraði 1875 sn/mín miðað við 1000 sn/mín á vél. Vindudælur eru tvær frá Allweiler (snigildæl- ur) af gerð SNGH 1300-46, sem skila 1590 1/mín hvor, þrýstingur 40 bar. Hjálparvélar eru þrjár talsins frá Volvo Penta með Stam- ford riðstraumsrafölum, tvær í vélarúmi og ein í rými s.b,- megin aftast á neðra þilfari. Vélarnar eru af gerð TAD 121 CHC, 238 KW (323 hö) vib 1500 sn/mín, og knýr hver þeirra rafal af gerð MSC 434E, 220 KW (275 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. Stýrisbúiiaður: Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Norlau, gerð NL 110. Vélakerfi dieselvéla: Tyrir brennsluolíu- og smurolíukerfiö eru tvær skilvindur frá Westfalia af gerð OTA 2-00-066. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Espholin af gerð H-2S, afköst 11.1 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor. Vélarúmsblásari er frá Novenco af gerð ADN-710. Rafkerfi: Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mót- ora og stærri notendur og 220 V riðstraumur til ljósa og al- mennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfið eru tveir 25 KVA spennar, 380/220 V. Rafala er unnt að samkeyra. í skipinu er 63A, 380 V landtenging. Ýmis skipskerfi: Austurskilja er frá Heli-sep, gerð 500, af- köst 0.5 tonn á sólarhring. Fyrir geyma er tankmælikerfi frá Peilo Teknikk A/S af gerb 831-202/105. í skipinu er ferskvatnsframleiðslutæki frá Alfa Laval af gerð JWP-26- C50, afköst 3 tonn á sólarhring. Þvottakerfi fyrir vinnsluþil- far er frá KEW. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. Kerfi fyrir vistarverur: íbúöir eru hitaðar upp meb mið- stöðvarofnum, sem fá varma frá kælivatni aðalvélar um varmaskipti og rafelementi til vara. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásurum frá Novenvo. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi frá Bryne Mek. Verksted meb 200 1 kút. Fyrir salerni er sérstakt vakúmkerfi frá Evak. Vökvaprýstikerfi: Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er vökvaþrýstikerfi (lágþrýstikerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær áðurnefndar véldrifnar dælur, en auk þess tvær rafdrifnar Allweiler SNS 280-46 snigildælur (2900 sn/mín), fyrir átaksjöfnunarbúnað og sem nýtast í hífingu. Fyrir vökvaknúinn krana og smávindu er rafdrifið háþrýstikerfi, tvöföld dæla knúin af 37 KW rafmótor. Fyrir fiskilúgu, skutrennuloku og ísgálga er sjálfstætt rafdrifið vökvaþrýstikerfi, og fyrir búnað á vinnsluþilfari er sjálfstætt rafdrifið vökvaþrýstikerfi. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifn- um dælum. Kœlikerfi (frystikerfi): Fyrir frystitæki og frystilestar er kæli- kerfi (frystikerfi) frá Sabroe, staðsett í vélarúmi, kælimibill Freon 22. Kæliþjöppur eru tvær frá Sabroe, þ.e. skrúfu- þjappa af gerð SAB-128 HF, knúin af 64 KW rafmótor, kæii- afköst 70000 kcal/klst við - 40°C/-/+ 40°C; og stimpilþjappa af gerð TCMO 18, knúin af 23 KW rafmótor, kæliafköst 20800 kcal/klst við - 40 °C/-/+ 40 °C. Fyrir matvælakæli er sér kæliþjappa, kælimibill Freon 22, en fyrir frosin matvæli er frystikista. íbúðir Almennt: íbúðir eru samtals fyrir 14 menn í einum fjög- urra manna klefa, fjórum tveggja manna klefum og tveimur eins manns klefum. íbúðir eru á tveimur hæðum framskips, þ.e. á neðra þilfari og á efra þilfari í aðskildum þilfarshúsum. Neðra þilfar: í íbúðarými á neðra þilfari er fremst s.b.- megin fjögurra manna kiefi, en b.b.-megin eru framanfrá talið tveir tveggja manna klefar og hlífðarfata- og þvotta- herbergi með salemisklefa og sturtuklefa. Efra þilfar: í s.b.-þilfarshúsi er fremst tveggja manna klefi, þá einsmanns klefi, snyrting með salemi og sturtu og aftast einsmanns klefi. í b.b.-þilfarshúsi er fremst tveggja manna klefi, þá snyrting með salerni og sturtu, þar fyrir aftan borð- salur og setustofa (samtengt), eldhús og aftast matvæla- geymsla, skipt í kæli og ókælda geymslu. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með plasthúðuðum plötum. ÆGIR MARS 1994 35 þrOstur sveinbjörnsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.