Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 9
þess ab skipta sér af veiðum. Þegar þú lest fréttatilkynning- una frá þeim um þetta sérðu að þeir eru að gera sig út sem verndara þorsksins. Bjarga síbasta þorskstofninum. Þeir sjálfir voru meb þyrlur á sveimi og tóku myndir af þessu frá öllum mögulegum sjónarhornum. Þessar myndir hafa aldrei birst neins staðar. Ástæðan er sú að þeir eru að safna í sarp- inn. í sumar og haust kemur stóra árásin þegar dembt verð- ur yfir fólk heimildarmyndum og fréttamyndum frá CNN sem Greenpeace er komið í mjög gott samstarf vib. Þar verða Greenpeace-menn sýndir í heilögu stríbi við grábuga fiskimenn sem em ab drepa síðasta fiskinn og útrýma lífi á jörðinni." Tafarlaus stöövun fiskiönaöarins „Nýjustu áróðursbæklingar Greenpeace gegn fiskveiðun- um kalla allir á tafarlausa stöðvun fiskiðnaðarins. Kröfurnar sem þeir hafa sett fram gagnvart EB ganga út á ab stöðva allar fiskveiðar þar til búið sé að þróa nýtt fiskveiöistjórnun- arkerfi. Nákvæmlega sama orðalag og þeir nota í Alþjóða- hvalveiðiráðinu og sömu forsendur og settar voru fyrir hvalveiðibanni. í EB heimta þeir að bannab verði ab gefa út fiskveiðikvóta nema að undangenginni almennri umræðu. Hvað er almenn umræba um fiskveiðar? Þeir útnefna sjálfa sig sem fulltrúa almennings og allar abgerðir þeirra ganga út á ab tefja hugsanlega ákvarðanatöku, stöðva með þrýst- ingi og hótunum úthlutun fiskveiðiheimilda, þar til að svo stór hluti fyrirtækja verði farinn á hausinn að þab verði ekki hafnar veibar ab nýju nema í mjög litlum mæli." Sæljónin hafa forgang „í Alaska notaði Greenpeace þá aðferð í fyrra að höfða mál gegn útgerðarfyrirtækjunum í hvert skipti sem þau ætl- uðu að leysa skip frá bryggju. Menn gátu ekki haldið á veið- ar vegna þess að þeir þurftu að verja sig fyrir dómstólum. Röksemdir Greenpeace voru þær ab sæljón á svæðinu ættu meiri rétt á ufsanum en flotinn. Þetta endaði með því að ríkisstjórinn bannaði þessi málaferli og hleypti flotanum úr höfn. Að öðrum kosti hefði orðiö fjöldagjaldþrot í útgerð- inni og fjöldaatvinnuleysi í landi. En það mátti ekki tæpara standa." Peningar og pólitískur þrýstingur „í Bandaríkjunum er unnt að nota þessa aðferö sem Greenpeace beitti vegna þess að þar geta allir höfðað mál gegn öllum, eigi þeir næga peninga. Þar geta menn keypt málaferli þar til andstæðingurinn er kominn á hausinn. Greenpeace á næga peninga til þess að gera þetta. í Evrópu, þar sem aðrar aðferðir gilda, nota þeir pólitískan þrýsting og fá fjármálamenn með margs konar aðferðum til þess að styðja við bakið á sér." Spilla samstööunni „Þá eru þeir ákaflega duglegir við að egna einn hluta at- vinnugreinar upp á móti öðrum. Þar hafa þeir ákveðna áætlun, sem ég hef séb, til að mynda hvernig egna eigi smá- bátaeigendur upp á móti stórútgerðarmönnum. Að þessu vinna þeir hörðum höndum því með slíku skemma þeir alla samstöbu heilu atvinnugreinanna gegn sér." Menn hér heima veröa aö hugsa sinn gang „Ég er þeirrar skoðunar að aðilar í sjávarútvegi hér verði að fara að hugsa sinn gang. Mér finnst sem menn geri sér ekki grein fyrir því að árásir Greenpeace á íslensku skipin í Barentshafi í sumar voru einungis fyrstu skrefin. Þetta var KVAAFLSTÖÐVAR Framleiðum vökvaaflstöðvar í öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum kaupanda. Veitum tæknilega aðstoð við hönnun og útreikninga og allar upplýsingar. Gerum verðtilboð án skuldbindinga. Vönduð framleiðsla - margra ára reynsla. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. LANDVÉIARHF SMIDJUVEGI66 KÓPAVOGI SÍMI91-76600 BAKVAKT985-22424 FAX 91-78500 ÆGIR MARS 1994 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.