Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 6
Með mörg
járn í eldinum
Arthur Bogason er borinn og barn-
fæddur Akureyringur og fór snemma
til sjós. Hann var ekki nema fimmtán
ára þegar hann fór sinn fyrsta togara-
túr og segist hafa veriö svo heppinn
aö ná í skottiö á síöutogaramenning-
unni. Fljótlega fór hann yfir á skuttog-
arana sem Útgeröarfélag Akureyringa
var aö kaupa til landsins. Hann var þó
ekki samfellt til sjós. Margir muna eftir
Arthuri Bogasyni sem afreksmanni í
lyftingum. Þá íþrótt stundaöi hann af
kappi um nokkurra ára skeiö, meöal
annars vestur í Bandaríkjunum þar
sem hann æföi og keppti. Áriö 1981
sneri Arthur sér alveg aö trillubátaút-
gerö eftir aö hafa veriö trillukarl ööru
hverju. Síöast reri hann frá Vest-
mannaeyjum og þar átti hann einnig
hlut í saltfiskverkun. Arthur er þó
þekktastur fyrir að standa í farar-
broddi í hagsmunabaráttu trillukarla.
Hann var aðalhvatamaður aö stofnun
Landssambands smábátaeigenda áriö
1985 og hefur síöustu tvö árin helgaö
sig því starfi eingöngu. „Ég hef veriö
bátlaus núna á þriöja ár og verö að
fara aö bæta úr því vegna þess aö mér
finnst óþolandi aö vera bátlaus," segir
Arthur Bogason. „Mér líöur vei á sjó
og ég vildi gjarnan eiga bát þó ekki
væri nema til þess aö skjótast út dag
og dag og hressa mig við.“
| Eigin tekjustofn
I „Hins vegar þróuðust mál á þann
1 veg fljótlega eftir stofnun landssam-
takanna að þau eignuðust sinn eigin
tekjustofn á svipaðan hátt og önnur
hagsmunasamtök. Það var ekki félög-
um okkur í hinum samtökunum að
þakka, síður en svo. Það var þing-
nefnd, sem var að vinna að svonefnd-
um greiðslumiðlunarlögum, sem kom
því í kring að sambandið eignaðist
tekjustofn á sama hátt og hin hags-
munasamtökin og það varð Landssam-
bandi smábátaeigenda til lífs. Tekju-
stofninn er hálft prósent af brúttóafla-
verðmæti smábáta."
Eins og lamið sé í tóma tunnu
Nú eru ykkar mál í nokkurs konar
biðstöðu eins og önnur mál sem tengj-
ast stjórnun fiskveiða. Hverjar telur þú
að lyktimar verði gagnvart ykkur?
„Ég trúi því náttúrulega ab Alþingi
muni taka skynsamlega á þessu máli.
Þessi gjallandaháttur í Landssambandi
íslenskra útvegsmanna um skyndiieg-
an áhuga þeirra á svonefndum jöfnum
leikreglum og þessi feiknarlegi áhugi
þeirra á fiskfriðun er í mínum eyrum
eins og verið sé að lemja í tóma tunnu.
Þetta er falskur tónn svo ekki sé nú
fastara að orbi kveðiö. í fyrsta lagi eru
þetta nú friðunarmennirnir sem búnir
eru ab fiska á aðra milljón tonna af
þorski umfram heimildir frá því Hafró
fór að veita ráðgjöf árið 1976 og í öðru
lagi hafa þeir haft talsvert um það að
segja ab jafna leikreglur á öðrum svib-
um en innan fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins, og þar hafa þeir jafnað þær á þann
hátt að snúa þeim sér í hag."
Trúarleiötogar á sviði
jafnra leikreglna
„Ég nefni Fiskveiðasjóð sem dæmi
um þetta. Fiskveiðasjóður hefur þá
vinnureglu ab lána ekki til nýsmíði
smábáta undir tíu tonnum. Þetta sýnir
náttúrulega hvern hug þessir ágætu
herramenn bera til þessarar útgerðar.
Svo kristallabist nú þessi jafni leik-
regluáhugi þeirra ágætlega þegar þeir
settust niður í fyrsta skipti til þess að
deila út úr Hagræðingarsjóði, það er að
segja að útbúa reglur um það hverjir
mættu bjóða í veiöiheimildir Hagræð-
ingarsjóðs. Þeir komu því svo snyrti-
lega fyrir að það var einn smábátur
sem slapp inn í þann hóp sem mátti
bjóba í þetta. Þetta eru nú mennirnir
sem þykjast núna vera orðnir trúar-
leibtogar á sviði jafnra leikreglna. Þetta
er bara kjaftæði í mínum eyrum. Ekk-
ert annað."
Snillingar í þjarki um tittlingaskít
„Ég hef mikið velt því fyrir mér
hvers vegna menn líti á smábátana
sem svo mikla ógn við hagsmuni sína
og raun ber vitni. Ég held að stór hluti
ástæðunnar sé hræbsla vib raunveru-
legar rökræður. Ég held að Halldór
Laxness hafi komist svo að orði ein-
hvern tíma að íslendingar væru snill-
ingar í því að þjarka um tittlingaskít,
en setti jafnan hljóða þegar nálgaðist
kjarna málsins. Ég tel að þetta sé skýr-
ingin á þessari umræöu. Það að benda
á trillukarla, sem sækja hér vib erfið-
ustu skilyrðin og versta ytra umhverfi
sem hægt er að hugsa sér fyrir þessa
stærð af bátum, er út í hött. Að gera
1500 smábáta að aðalvandamáli fisk-
veiðistjórnunarkerfis sem nær til 738
þúsund ferkílómetra svæðis er gjör-
samlega út í bláinn og langt frá því að
vera vitræn rökræða."
Fáránleg afstaða
sjómannasamtakanna
„Þó að LÍÚ sé höfuöandstæðingur
okkar í þessum málum verður því mið-
ur að segjast að sjómannasamtökin
hafa ekki lýst yfir stuðningi við
trillukarla. Ég hef leitt hugann að því
hvað forysta sjómannasamtakanna sé
eiginlega ab hugsa. Sannleikurinn er
nefnilega sá að mjög margir sjómenn,
sem greitt hafa gjöld til þessara sam-
taka alla sína sjómannstíb, og þar með
laun forystunnar, komast flestir að því
þegar í land er komið að þeir kunna
ekkert annab en sjómennsku. Þeir fá
sér því trillu og síðan leggjast sjó-.
mannasamtök íslands svo lágt ab
sparka í þessa menn með því ab stybja
þab að teknar séu af þeim allar veiði-
heimildir. Þetta er alveg fáránlegt."
6 ÆGIR APRÍL 1994