Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 46
Umbrot í sjávarútvegi Þessa dagana eru mikil umbrot í íslenskum sjávar- útvegi. Á Alþingi eru til um- ræðu frumvörp til laga um breytingar á lögum um fisk- veiðar svo og nýtt frumvarp um Þróunarsjóð sjávarút- vegsins. Mál þessi hafa verið lengi í umfjöllun í þjóðfé- laginu og sýnist sitt hverj- um. Samkvæmt ummælum þingmanna og formanns sjávarútvegsnefndar Alþing- is virðist sem svo að þessi frumvörp eigi ekki greiða leið í gegnum Alþingi þrátt fyrir að vera stjórnarfrum- vörp. Nýjustu fregnir herma ab tillögur frá meirihluta sjávarútvegsnefndar geti verið mögulegur sáttaflötur, en þessar tillögur vekja hörð vibbrögb hagsmunaaðila og velta enn einum nýjum fleti upp í þessari umræðu. Þetta ástand kemur í sjálfu sér ekki á óvart þar sem sjávar- útvegsmálin eru gífurlega mikilvæg okkur íslending- um og einnig eru hagsmun- ir landshluta og kjördæma ólíkir. Þannig ganga hags- munirnir þvert á flokksbönd svo og blandast persónuleg- ar skoðanir einnig í málið. Hvernig sem þetta fer á Al- þingi og hvort núverandi ríkisstjórn stendur eða fellur meb þessum málum er í mínum augum aukaatriði. Aðalatribið er að íslendingar geti fundið flöt á því hvern- ig stjórna eigi þeirri auðlind þjóðarinnar sem öll tilvera á þessu landi byggist á. Hvernig er hægt að nálg- ast þann flöt á sjávarútvegs- málum sem bærileg sátt gæti ríkt um? Hvergi hef ég heyrt því mótmælt ab vernda beri fiskimiöin við ísland á þann hátt að nýt- ing þeirra geti staðiö undir því nútímaþjóðfélagi sem er á Islandi nú. Þjóðin stóð einhuga að útfærslu land- helginnar úr fjórum mílum í tólf og fiskveiðilandhelg- innar aftur í fimmtíu mílur og enn aftur í tvö hundruð mílur. Þjóðin samþykkti þá rök fiskifræðinga og notaði þau gegn erlendum þjóðum. Nú þegar þessi sömu rök eru okkur ekki hagstæð viljum við ýta þeim til hliðar, en er það eðlilegt? Fiskifræbin er eins og aðrar vísindagreinar náttúrufræðinnar byggb á samblandi athugana og lík- indareiknings og þrátt fyrir alla nýjustu tækni geta vís- indamennirnir ekki sagt okkur nákvæmlega upp á tonn hvað mikið á að fiska öðru vísi en veruleg óvissa sé í dæminu. Þessu má alveg líkja vib spár um eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll eða vebrið, það er hægt að nálg- ast fyrirbærið, en !!! Fiski- fræðingar okkar eru álitnir meðal fremstu sérfræðinga í heiminum á sínu sviði, en vísindin hafa ekki svar við öllu og svo er einnig um fiskifræðina. Hún veitir okk- ur einungis þá bestu vís- bendingu sem völ er á á hverjum tíma um þá mögu- leika sem eru í framvindu einstakra fiskstofna. Sú óvissa sem er í þessum vís- indum hefur orðið tilefni deilna um áreiðanleika ráb- gjafar sem byggir á grunni fiskifræöinnar og er það ekki vísindum til framdrátt- ar þegar vísindamenn hætta að vilja skoða ný gögn á hlutlausan hátt en afgreiða þau fyrirfram út af borðinu vegna þess að niðurstöður eða ályktanir falla ekki að þeirra eigin. Þab hlýtur að vera skylda hvers vísinda- manns að leita sannleikans þótt það kosti þreytandi og sífellda leit í nýjum og nýj- um gögnum, gögnum sem virðast í fyrstu vera tóm tjara. I ljósi ofanritaðs tel ég ab fiskifræöingar eigi einungis að upplýsa um ástand fiski- stofna og umhverfisskilyrða í hafinu með þeim eðlilegu fyrirvörum sem vísindin setja um áreiðanleika slíkra upplýsinga. Það er síban annarra að meta áhrif þessa á þjóðfélagið og loks taka þá endanlegu ákvörðun sem er hvað mikið má veiba og hvernig það er veitt og hvenær, svo og hvernig afl- inn er nýttur og meðhöndl- aöur áður en lokaafurðin er seld. Þessum þætti hefur verið gefinn alltof lítill gaumur og umræðan hefur ekki verið um þjóðhagslega hagkvæmni heldur hvernig hver og einn passar núver- andi hagsmuni sína sem best. Það er Alþingis að taka þessar ákvarðanir, til þess hafa þeir verið kjörnir af þjóbinni, en ég tel eölilegt ab leitað verði til hags- munaaðila og sérfræðinga á þessum sviðum til upplýs- ingar og ráðgjafar. Þetta er væntanlega það sem sjávar- útvegsnefnd Alþingis er ab gera þessa dagana og von- andi verður niðurstaðan þannig ab heildarhagsmunir þjóðarinnar verði tryggðir. Þessi eilífa umræða og breytingar í umhverfi sjáv- arútvegsins er skiljanleg í Ijósi þess hve mikilvæg at- vinnugrein sjávarútvegur er hér á landi. Sérstaklega vegna þess verða stjórnvöld að skapa atvinnugreininni rekstrarramma sem ekki er í sífelldri breytingu. Þeir abil- ar sem reka fyrirtæki í grein- inni kvarta yfir því ab þeir séu ekki fyrr búnir ab aðlaga sig ab nýjum reglum stjórn- valda og gera vemlegar breytingar á fyrirtækjum sínum þegar snarlega er söðlað um og öllu breytt aft- ur. Þannig veröur fyrirtækið verr statt í nýju umhverfi en það hefði verið áður en breytingar á því voru gerðar og þá em undanskildar breytingar frá hendi náttúr- unnar. Hér þarf breytt vinnubrögð, bæði af hálfu stjómvalda sem af hálfu hagsmunaaðila í sjávarút- vegi. Móta þarf langtíma- stefnu í sjávarútvegsmálum sem tekur ekki einungis mið af fiskveiðihagsmunum heldur einnig hvernig á ab vinna og selja aflann. Koma þarf á fiskveiðistjórnunar- kerfi sem tekur mið af þessu og hagsmunaaðilar í sjávar- útvegi þurfa að samstilla sín hljóðfæri svo stjórnvöld eigi möguleika á ab skilja h.verj- ar eru þarfir atvinnugreinar- innar. Hér er fram undan gríðarlegt verk. Bjami Kr. Grímsson 46 ÆGIR APRÍL 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.