Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 36
Skrápflúra Allt öðru máli gegnir um skrápflúru (8. mynd). Lengdardreifing hennar hefur lítið breyst á athugunartímabil- ls >985 0 10 30 X 40 SO 00 1* 1988 0 10 X X 40 10 M S s 1987 o 10 X X 40 » X li 1988 0 10 X X 40 X X 1989 0 10 X X « X X 1« 1990 o 10 X X X X X ll 1991 o 10 x X X » X f a 1993 0 10 X X 40 X M ll 1993 0 10 w LoogOariSiM> Ian0 40 » « 7. mynd. Lengdardreifing lúöu í stofnmælingu botnfiska 1985-93 (meöalfjöldi fiska á togmílu). inu á öllu rannsóknasvæðinu árabilið 1985-1993. Skrápflúran er mestöll á lengdarbilinu 15-35 cm öll árin. Þegar skoðað er allt tímabilið má sjá að frá árinu 1990 hefur fjöldi ungskrápflúru farið vaxandi ár frá ári og er skrápflúra sem er rúmlega 20 cm að stærð algeng- ust í stofninum um þessar mundir. Því virðist mega álykta að nýliðun í skráp- flúrustofninum sé góð. Aldursdreifingar Þorskur Á 9.-10. mynd er sýnd aldursdreif- ing eins til tíu ára þorsks eftir svæðum 1985-1993. Undanfarin ár hafa ár- gangar 1983-85 verið mest áberandi og reyndar uppistaða í þorskstofninum hér við land. Á árunum 1985 og 1986 var eins til þriggja ára smáþorskur af þessum árgöngum mjög áberandi á norðursvæði. Þessum þremur árgöng- um má fylgja eftir í gegnum stofninn á árunum 1987 til 1989 á norðursvæði. Árið 1990 minnkaði hlutdeild þeirra mjög og eru þeir nú að mestu horfnir af þessu svæði. Ennfremur má sjá að engir áberandi sterkir árgangar hafa bæst í stofninn sem eins og tveggja ára fiskur síðustu 6 árin. Þó kemur árgang- ur 1989 ívið skár út á norðursvæði árið 1992 sem þriggja ára fiskur en fyrri vís- bendingar gáfu til kynna. Aldursdreifing þorsks á suðursvæði er nánast andhverfa aldursdreifingar- innar á norðursvæði, þ.e. mest er um eldri fisk á fyrrnefnda svæðinu en yngri á því síðarnefnda. Á árunum 1985 til 1987 eru aldursdreifing til- tölulega jöfn. Þó má sjá árgangana 1983 og 1984 í nokkru magni sem tveggja og þriggja ára fisk þegar árið 1986. Hlutdeild þessara árganga og ár- gangs 1985 vex mjög á árunum 1988 og 1989. Hlutdeild árgangs 1983 minnkaði síðan talsvert 1990 (7 ára) og 1991 (8 ára). Árgangur 1984 stóð hins vegar í stað sem 7 ára árið 1991 og má rekja það til þorskgöngu frá Grænlandi árið 1990. Ekki virðist hafa komið nein viðbótarganga 1991 sem menn höfðu þó vonast til og ekki er að sjá nein merki þess í stofnmælingu 1992 né 1993. Nú er svo komið að á suðursvæði einkennist aldursdreifing stofnsins alfarið af lélegum árgöngum. Ýsa Á 11.-12. mynd er sýnd aldursdreif- ing eins til tíu ára ýsu í stofnmæling- um 1985-1993. Undanfarin ár hafa ár- gangar 1984 og 1985 verið uppistaðan 36 ÆGIR APRÍL 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.