Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 23
Hlutdeild íslendinga hefur minnkaö Til skamms tíma voru íslendingar með 70% af heimsmarkabi grásleppu- hrogna, en þab hefur breyst á undan- förnum árum, mebal annars vegna aukinna veiba Kanadamanna. Þannig er hlutdeild íslendinga komin nibur í 40% af markabinum. Kanadamenn veiddu tiltölulega lítið af hrognkelsum fram til ársins 1986. Þab ár jókst veiðin verulega og síban hafa þeir ávallt veitt ívib meira en íslendingar á ári hverju. Nýjar afurðir úr grásleppuhrognum lofa góöu Landssamband smábátaeigenda hef- ur þróað nýja framleibslu á kavíar úr grásleppuhrognum í samvinnu vib Rannsóknastofnun fiskibnabarins og Bakkavör hf. Þessi tilraunaframleiðsla er talin mjög álitleg og talið er ab hún eigi eftir ab stækka verulega markað- inn fyrir þessa afurb. Tilraunirnar miba ab því ab gera kavíar úr grásleppu- hrognum sem líkastan styrjukavíar, en kavíar úr styrjuhrognum er langtum verbmeiri en grásleppukavíar. Nú ber í æ ríkari mæli á skorti á styrjuhrognum í heiminum vegna ofveibi og mengun- ar á þeim hafsvæbum þar sem styrjan heldur sig. Ætlunin er ab reyna ab markabssetja kavíarinn í Bandaríkjunum og í Japan, en afurbin fékk mjög góðar vibtökur á alþjóðlegu matvælasýningunni Boston Seafood í fyrra. Gubmundur Stefáns- son hjá Rannsóknastofnun fiskiðnab- arins lýsir þessari afurb sem útlitsfal- legum kavíar meb þægilegt, gott bragb. Hann hefur nokkub stífa áferb og er tiltölulega þurr miðað vib þann kavíar sem fyrir er á markabinum. Flugfiskakavíar fyrir hina efnameiri Þessari afurb hefur verið gefib heitib flugfiskakavíar ög er ástæðan einkum sú ab reynt er ab líkja eftir kavíar sem unnin er úr hrognum flugfiska. Flug- fiskakavíarinn er kynntur á verbi sem er rúmlega tvöfalt hærra en á hefð- bundnum kavíar. Þarna er um algjör- lega nýja afurb að ræba sem ekki verð- ur í samkeppni við hefbbundinn kaví- ar. Flugfiskakavíarinn er hrein vibbót á markabinum, einkum ætlub efnameiri kaupendum. Betri nýting á grásleppunni Landssamband smábátaeigenda og Rannsóknastofnun fiskibnabarins hafa raunar komib víbar vib í grásleppumál- um meb tilstyrk Rannsóknarábs ríkis- ins. Þannig efndu þessir abilar til sér- stakrar grásleppuviku á veitingastöb- um á Akureyri og í Reykjavík í fyrra. Meb þessu vildu menn vekja athygli á möguleikum betri nýtingar á hrogn- kelsum, en eins og fram kom hér að framan er miklu hent í sjóinn eftir ab r LÍKA FYRIfí MINNIBÁTANA 5,5 mm sigumaglalínan vakti mikla athygli á sjávarútvegssýningunni í september. Línan hefur þegar skilað frábærum árangri hjá fjölda báta. Veiðarfœri, scm skila betri afla - borga sig! \£[nETASALANh!f J V L. Hafnarhúsið, Tryggvagötu, Reykjavík, sími 91-621415, fax 624620 ÆGIR APRÍL 1994 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.