Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 28
RÆKJAN ER EKKI ÓTÆMANDI AUÐLIND
Rœkjan var nœstverðmœtasta grein sjávarútvegsins á síðasta
ári og veiðar á rœkju hafa aukist hröðum skrefum undanfarin
ár. Auknar rækjuveiðar haldast í hendur við samdrátt í öðrum
fisktegundum. Snorri Snorrason á Dalvík hefur veitt rækju á
djúpmiðum í hartnær aldarfjórðung.
Eftir Þröst Haraldsson.
Rækjuveiðar hafa aukist verulega á
undanförnum áratug. Síðustu tvö ár
hefur aflametið verið slegið og nú er
svo komið að áttunda hver króna sem
sjávarútvegurinn aflar verður til fyrir
rækju. Rækjan er orðin næstverðmæt-
asta tegundin sem veiðist við landið á
eftir þorskinum og hefur skotið bæði
karfanum og loðnunni aftur fyrir sig.
í fyrra veiddu íslensk skip 52.000
tonn af rækju við landið og jókst afl-
inn um 19% frá árinu 1992 sem einnig
var metár. Verðmæti þessarar rækju
var rúmir níu milljarðar króna og
hefðu sumir látið segja sér það tvisvar
eða jafnvel þrisvar fyrir nokkrum árum
að rækjan ætti eftir að skapa þjóðinni
meiri verðmæti en ýsan og ufsinn til
samans.
Horfurnar fyrir þetta ár eru engu
síðri, það hefur verið mokveiði að und-
anförnu á Dohrnbanka og ekkert lát
viröist vera á veiðinni. Þetta kætir
marga í þeim aflasamdrætti sem orðið
hefur á undanförnum árum. Sennilega
hangir aukin rækjuveiði og samdráttur
í þorskafla líka saman, en við víkjum
að því síðar.
frá Dalvík. Innfjarðarækjan var þá far-
in að gefa sig fyrir vestan og okkur
dreymdi um að finna rækjumið hér í
Eyjafirði. Árið áður höfðum við verið á
þorskanetum austur af Grímsey þar
sem við upplifðum þessa feikna ánetj-
50 tonna bát sem þótti stór fyrir
rækjuveiðar. Menn héldu svo að ég
væri að bila þegar ég fór að ræða það
árið 1975 að kaupa togara til rækju-
veiða. Tveim árum síðar keypti ég Dal-
borgina og gekk um sama leyti inn í
Söltunarfélag Dalvíkur sem er rækju-
vinnsla. Árið 1978 leigði ég Hafró Dal-
borgina í mánuð og þá fundum við
miðin á Dohrnbanka. Raunar eru þau
ekki beinlínis á Dohrnbanka heldur
nokkru vestar, út undir miðlínu milli
íslands og Grænlands.
Baldur EA 108 í heimahöfn daginn
áöur en haldiö var vestur á Dohrn-
banka. Baldur er tæplega 500 tonn
aö stærö og var áöur geröur út frá
Grænlandi undir nafninu Nattoril-
ik. Á innfelldu myndinni er Snorri
Snorrason skipstjóri og útgerðar-
maöur á Dalvík.
Úthafsrækjuveiöar frá 1970
Fyrst ætlum við norður á Dalvík þar
sem einn helsti frumkvöðuli úthafs-
rækjuveiða býr. Hann heitir Snorri
Snorrason og hefur stundað rækjuveið-
ar með hléum allar götur frá 1970.
Mestallan áttunda áratuginn var hann
einn að fást við rækjuveiðar á djúp-
miðum og mætti takmörkuðum skiln-
ingi, en gefum honum orðið um það
hvernig ævintýrið byrjaði.
„Þetta byrjaði árið 1970, en þá gerð-
um við út lítinn bát þrír saman héðan
un af rækju. Við vorum vissir um að
þarna væru mikil rækjumið, en gátum
lítið sinnt því að leita. Sumarið 1970
leigðum við Hafrannsóknastofnun bát-
inn í mánuð og leituðum að rækju hér
í firðinum, í Skjálfandaflóa og Öxar-
firði, en fundum ekkert fyrr en við
reyndum fyrir okkur austan við Gríms-
ey.
Næsta áratuginn var ég mikið í
rækju og oftast einn. Fyrst var ég á
þessum litla bát, en 1973 fékk ég mér
Á Dalborginni suöum við rækjuna
um borð, en árið 1981 hættum við því
og raunar gafst ég þá upp á að eltast
við rækjuna. Þetta var hálfeinmanalegt
og maður hafði engan til að bera sig
saman við. Árið 1980 var litla sem
enga rækju að hafa, hvorki hér fyrir
norðan né á Dohrnbanka. Það.var al-
veg sama hvar við reyndum fyrir okk-
ur, við fengum bara fisk.
Á þessum árum fórum við víða, allt
norður undir Jan Mayen og út fyrir
28 ÆGIR APRÍL 1994