Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 37
í ýsustofninum. Þessum árgöngum,
einkum árgangi 1985, má fylgja eftir í
gegnum stofninn, einkum á suðursvæði
en einnig á norðursvæði árin 1986 til
1988. í stofnmælingunni 1990 ein-
kenndist aldursdreifing ýsunnar, eink-
um á norðursvæði, af heldur jafnari ár-
gangastærð eins til sjö ára ýsu. Á suður-
svæði var 5 ára ýsa af árgangi 1985 enn
áberandi. Jafnframt var eins árs ýsa af
I 2 J 4 } 6 7 * 9 10
11. mynd. Aldursdreifing ýsu
1985-93 á suðursvæöi í fjölda fiska
(milljónir).
árgangi 1989 í talsverðu magni. Á ár-
inu 1991 voru tveir yngstu árgangar
stofnsins yfirgnæfandi í fjölda. Þessir
árgangar frá árunum 1989 og 1990
komu svo enn betur fram í stofnmæl-
ingunni 1992 og 1993. Sérstaklega
sterkur er árgangurinn frá 1990.
Meðalþyngd eftir aldri
Þorskur
Eftir að meðalþyngd þorsks á suður-
svæði hafði farið lækkandi undanfarin
13. mynd. Meöalþyngd (grömm)
þorsks eftir aldri á suðursvæði
1985-93.
14. mynd. Meðalþyngd (grömm)
þorsks eftir aldri á norðursvæöi
1985-93.
ár hækkaði meðalþyngdin á þriggja til
átta ára þorski árið 1993 (13. mynd).
Meðalþyngd 9 ára þorsks var hins veg-
ar sú lægsta síðan 1985 enda hefur
þessi árgangur vaxið hægar þar sem
hann er aö hluta til kominn frá Græn-
landi. Þó að meðalþyngd á norður-
svæði hafi veriö nokkuð breytileg frá
ári til árs þá reyndist hún vera frekar
hærri 1993 en 1992 fyrir alla aldurs-
flokka nema 7-9 ára þorsk (14. mynd).
Þar sem hlutdeild elsta þorsksins á
15. mynd. Meöalþyngd ýsu (grömm)
eftir aldri á suðursvæöi 1985-93.
16. mynd. Meöaiþyngd ýsu (grömm)
eftir aldri á noröursvæði 1985-93.
ÆGIR APRÍL 1994 37