Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 24
Dagur Brynjólfsson stundar hrognkelsaveiöar frá Grindavík: „Ég trúi því ekki aö urn ofveiöi sé aö ræða. Ég get nefnt sem dæmi að á svæðinu frá Reykjanesvita og austur á Djúpavog er sáralítil sókn og enginn sem veiöir þarna grásleppu nema viö í Grindavík. Á þessu svæöi er veiöin stööugt aö minnka. Ég er þeirrar skoöunar að grásleppan fylgi sveiflum lífríkisins." GRÁSLEPPUHROGN! Á þessari vertíð mun Bakkavör kaupa grásleppuhrogn uppúr sjó á svæðinu frá Suðvestur-landi til Breiðafjarðar. Hrognin verða sótt daglega og gert verður upp vikulega. Sem fyrr bjóðum við traust og góð viðskipti. BAKKAVÖRHF HROGNAVINNSLA-SÍMI91-620909 hrognin hafa verið hirt. Á grásleppuvikunni var sýnt fram á að grásleppan er ágætis mat- fiskur og að fleira er fiskur en soðin ýsa. Fram- reiddur var fjöldi gómsætra rétta úr hrogn- kelsum, en á vegum Landssambands smábáta- eigenda og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins standa einnig yfir tilraunir sem leitt gætu til útflutnings á þessum fiski. Skýringar grásleppukarla Meðal grásleppukarla eru ýmsar skoðanir á lofti um ástæður þverrandi grásleppuveiði á undanförnum árum. Ýmsir þeirra benda á veiðar togaranna í því sambandi. Ennfremur hafa sumir látið í ljósi grunsemdir um að haf- beitarlax eigi stóran hlut að máli, en seiði grá- sleppunnar eru mjög hægsynt og því auðveld bráð fyrir laxinn sem vegna græðgi sinnar og snerpu er stundum nefndur tígrisdýr undir- djúpanna. Mikiö kemur í önnur veiöarfæri Þá segja trillukarlar að fleiri sjómenn séu um hituna en þeir. Þannig komi mikið af grá- sleppu í rækjutroll og loðnunætur. Það sé einkum ungviði sem komi í loðnunæturnar á sumrin, en í rækjutrollið komi fullorðin grá- sleppa. Henni sé síðan hent aftur fyrir borð. Dagur rær frá Grindavík Dagur Brynjólfsson stundar hrognkelsa- veiðar frá Grindavík ásamt bróður sínum á Gullfara II. Þeir fóru fyrst á grásleppu árið 1984, einnig frá Grindavík, og seldu þá hrognin ósöltuð. Það ár fengu þeir rösklega hundrað tunnur af hrognum, en þá var eitt besta hrognkelsaár sem vitað er um hér viö land. Síðan gerðu þeir hlé á veiöunum til árs- ins 1987, þegar þeir fengu svipaðan afla og 1984 eða liðlega hundrað tunnur af hrognum, enda var 1987 einnig mjög gott hrognkelsaár. Aflinn það ár varð samtals tæplega 23 þúsund tunnur. Nú voru þeir farnir að salta sjálfir og fengu því mun meira fyrir aflann. Ofveiði er ekki skýringin Árið 1988 var grásleppukörlum ráðlagt að minnka sóknina vegna erfiðleika á mörkuð- um. Það ár varð veiðin einungis um tíu þús- und tunnur. Þetta árið réri Dagur ekki. Hann byrjaði síðan aftur 1989 og það ár og síðan hefur veiðin verið treg. - Hvaða skýringu hef- ur Dagur á þessu? „Ég trúi því ekki að um ofveiði sé að ræða. 24 ÆGIR APRÍL 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.