Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 22
Miklar sveiflur hafa veriö í grásleppuafla hér við land á undanförnum árum eins og kemur fram á þessari skýringarmynd (tunnur grásleppuhrogna) co o o in co 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Núna er búið að selja fyrirfram allt það magn saltaðra grásleppuhrogna sem fyrirséð er að fáist á vertíðinni. Á árinu 1992 voru flutt út tæp 617 tonn af söltuðum grásleppuhrognum og var útflutningsverömætið um 237 milljón- ir króna, eða um 384 þúsund krónur hvert tonn. Aflahæstu staðirnir Af einstökum stöbum á landinu kom á árinu 1992 mest af hrognum frá Stykkishólmi, eða 1232 tunnur. Af Ströndum komu 1224 tunnur og 1097 frá Vopnafirði. Kaviar tii 17 landa Á árinu 1992 var flutt út íslenskt lagmeti fyrir um 1,4 milljarða króna. Þar af var kavíar í glösum úr grásleppu- hrognum að verðmæti um 606 millj- ónir króna. Alls voru á árinu 1992 flutt út rúm 829 tonn af grásleppukavíar til sautján landa, þar af átta utan Evrópusam- bandsins. Til ESB-landanna fóru um 88% kavíarsins. Meðalverð fyrir hvert tonn var um 731 þúsund krónur. Sex kavíarverksmiðjur í landinu hafa veriö starfandi að undanförnu sex verksmiðjur sem fram- leiða kavíar úr söltuðum grásleppu- hrognum. Þetta eru Strýta á Akureyri, Nóra í Stykkishólmi, Vignir Jónsson og Icearctic á Akranesi, Fiskanes í Grinda- vík og ORA í Kópavogi. Bann eða ekki bann Á síðasta ári varð mikil umræða hér á landi um útflutning á söltuðum grá- sleppuhrognum til fullvinnslu erlend- is. Talsmenn niðursuðuverksmiðjanna héldu því fram að með þessum hætti væru flutt út tvö hundruð ársverk og bentu á að íslenskir framleiðendur væru vel samkeppnisfærir við erlenda hrognakaupendur með tilliti til verðs. Á tímabili stöðvaði viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins leyfi til útflutn- ings á óunnum hrognum. Leyfi voru síðan gefin út á ný. Á móti boðum og bönnum Af hálfu Landssambands smábáta- eigenda var sú afstaða tekin að sam- bandið hvatti félagsmenn sína til þess að skipta við innlenda aðila, en kvaðst á móti boðum og bönnum í þessum efnum. Þar á bæ eru menn þeirra skoð- unar að grásleppukarlar eigi að hafa sjálfdæmi um það, með tilliti til verðs og greiðslutrygginga, hverjum þeir selja afla sinn. Bann spillir mörkuðum Af hálfu útflytjenda saltaðra grá- sleppuhrogna voru sett fram þau sjón- armið að bann við útflutningnum hefðu slæm áhrif á áratugagömul við- skiptasambönd íslendinga erlendis, auk hugsanlegra viðbragða Evrópu- sambandsins þar sem tollfrelsi er á fullunnum kavíar innan sambandsins. Frakkar borða mest af kavíar Framleiðendur kavíars úr grásleppu- hrognum hér á landi segja að hrognin tvöfaldist að verðmæti við fullvinnslu hér, en frá íslandi fara þau einkum á markað í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni og í Bandaríkjunum. Um 70-80% fara á markað í Frakklandi og mests hluta kavíarsins neyta Frakkarnir einn mán- uð á ári, þ.e. í desember. Eitthvaö fer svo á markað fyrir páska. ERUM KAUPENDUR AÐ GRÁSLEPPUHROGNUM FISKANES HF. SÍMI 92-68566 - FAX 92-68742 PÓSTHÓLF 60 - 240 GRINDAVÍK 22 ÆGIR APRÍL 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.