Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 10
botnfiskafla eru þeir ab veiða
sjö til átta prósent."
Ekki sjálfgefiö aö
Hafró viti allt
En hvar á þá að skerða?
Hvar á skerðingin að koma
niður?
„Þegar menn spyrja að
þessu gefa þeir sér ab þeir viti
allt þessir blessaöir drengir
sem sitja á skrifstofum Haf-
rannsóknastofnunar. Því trúi
ég ekki. A meban menn geta
ekki talið silunga í Mývatni,
sem er hvergi nema rétt upp í
pung á dýpt, þá tel ég úti-
lokað ab menn geti talið
þorskana í hafinu í kringum
ísland. Það er alveg útilokab
að sannfæra mig um það. Ég
álít reyndar að þorskstofn og
aðrir fiskstofnar séu ævinlega
miklu stærri en tölurnar sem
Hafrannsóknastofnun ber á
borð fyrir okkur segja til um.
Ég er sannfærður um þab. Ég
trúi því ekki ab íslenski hrygn-
ingarstofninn hafi á síðustu vertíð
komist í litla vatnið sem er hérna fyrir
ofan Vífilsstaöi. Ég bara trúi því ekki.
Það er miklu meira af fiski í sjónum."
Hafa reiknað sig út í horn
En hvemig stendur á því að mennim-
ir, með öll sín tœki og tól, komast að
annarri niðurstöðu en þú?
„Ég er þeirrar skoðunar að þeir séu
hreinlega búnir að reikna sig út í horn.
Þeir eru fastir í reiknimódeli sem tekur
ekkert mið af raunverulegum abstæb-
um. Þessar fyrstu fréttir frá Hafró, sem
komu eftir togararallið, þess efnis að
engin ástæða sé til þess að bæta við
veiðiheimildir, þær þýða einfaldlega
að fiskiríib sem blasir við sjómönnun-
um þegar þeir fara á sjó komi þessu
máli ekkert við."
Fiskiríiö margfalt betra en áöur
En hvaða rök hefur þú önnur en ein-
bera tilfinningu?
„Betra fiskirí. Það er margfalt fiskirí á
mörgum stöðum í samanburði við
fiskiríið í fyrra. Gamalt máltæki segir,
að þegjandi gengur þorskur í ála. Ég
trúi því staðfastlega að þorskur geti ver-
ið að alast upp á stórum hafsvæðum án
þess að við höfum hugmynd um það.
Síðan leitar hann uppruna síns. Hann
hefur þetta heimkomueðli og leitar á
hrygningarstöðvar sínar og skilar sér,
fyrr eða síðar. Það er skýringin á því að
við fáum aftur þorsk frá Grænlandi
þegar seyði hefur rekið þangað. Ég væri
ekki hissa þó að þab mikið væri af fiski
á stórum hafsvæðum langt fyrir norð-
an land sem við hefðum ekki hug-
mynd um. Menn eru farnir ab trúa því
statt og stöbugt að þeir hafi nákvæma
hugmynd um hvað má veiða mikið.
Það er talað um gat á kerfinu ef smá-
bátar veiöa svo og svo mikið. En hvað
eru götin í náttúrunni sjálfri stór? Hvab
gerist til að mynda ef náttúran lækkar
hitastigið fyrir Norðurlandi um tvær til
þrjár grábur? Hvað er það stórt gat?
Hvab er það stórt gat ef selta dettur
niður um einhver prósent í sjónum? Ég
get ekki ímyndað mér annað en
trillugatið sem þeir eru að tala um sé
saumnálargat miðað vib hlöðudyr
náttúrunnar sjálfrar."
Trúarbrögö
„Það er búib að rækta með þjóbinni
ofsahræðslu við að drepa þorsk. Það
hefur gengið prýðilega vel hjá drengj-
unum við Skúlagötu. Því miður hafa of
margir gleypt þetta kolhrátt án nokk-
urrar gagnrýni. Ég nefni sem dæmi að
það var fundur um daginn vegna
hrygningarstoppsins svonefnda hér
fyrir Suðurlandi, sem nú er að vísu
orðið talsvert víðar. Þessi blessaðir fé-
lagar okkar í hagsmunasamtökunum
sögðu hver á fætur öðrum orðrétt: - Ja,
við mælum með tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Það datt engum þeirra
til hugar að spyrja svo mikið sem einn-
ar spurningar sem hefði getað hljóbab
á þessa leið: - Getiði sagt eitthvað um
hvort þið teljið einhvern árangur
verða af þessu? Þetta er orðinn þvílík-
ur heilaþvottur ab ég lít á þetta sem
eitt meginvandamálið í öllu heila fisk-
veiðistjórnunarkerfinu. Þetta eru orðin
trúarbrögð." D
10 ÆGIR APRÍL 1994