Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 9
stjórnun upp eftir Kanadamönnum og Nýfundnalendingum, frjálsa framsalið og allt þetta. Þetta er ekki íslensk upp- götvun fremur en að Mercedes Benz sé upprunninn á Kópaskeri. Kanadamenn eru núna búnir að átta sig á því hvers konar dómadagsvitleysa þetta kerfi er. Þeir hafa líka gengið lengra en við eftir þessari óheillagötu. Við eigum eftir að átta okkur á því líka. Það er náttúru- lega fullt af fólki búið að átta sig á því, en betur má ef duga skal." Kvóti á bryggjuveiðarnar Hver vœrí œskilegur fjöldi smábáta. Ætti útgerðin eftil vill að vera hömlu- laus? „Ég held það væri engin goðgá að því að leyfa mun fleiri smábáta en nú er. Ég bendi á að í Noregi eru smábátar upp undir tuttugu þúsund. Á Ný- fundnalandi er talið að séu um fimm- tíu þúsund smábátar. Hvorug þessara þjóða hefur séð ástæðu til þess að vera með nefið ofan í koppi smábátaeig- enda. Það eina sem vantar hér á landi til þess að fullkomna verkið er að setja strangar veiðitakmarkanir á fólk sem ætlar sér niður á bryggju til þess að dorga sér í soðið." Fæðingarréttur íslendinga „Ég ólst upp við það sem íslending- ur að fá að fara niður á bryggju þegar ég hafði burði til, fyrst með færi, og draga þorsk, ýsu og ufsa í soðið handa heimilinu. Síðan eignaðist maður stöng og var náttúrulega helmingi öfl- ugri með hana heldur en færisspott- ann. Ég ber bara í mér þá sannfæringu að hver og einn íslendingur hafi rétt á að smíða sér litla fleytu og sækja sjó sér til matar, ánægju eða tekna. Ég er þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera hreinræktaður fæðingarréttur hvers einasta íslendings." Sjötíu prósent veiðiheimilda farin „Það eru tvenns konar vandamál sem blasa við trillukörlum núna. Ann- ars vegar er staða þeirra sem eru á afla- marki. Allir bátar, sex til tiu tonn og hluti báta undir sex tonnum fóru inn í aflamark fyrsta janúar 1991. Frá og með þeim degi til og með 1. septem- ber 1993 er búið að taka af þeim tæp- lega sjötíu prósent af veiðiheimildun- um. Þetta er meira en flestir þeirra þola, enda hefur þessum bátum fækk- að úr tæplega þúsund í tæplega fimm hundruð. Þessi kvóti hefur náttúru- lega allur runnið yfir á frystitogarana og skapað alla þá geysilegu hag- kvæmni sem sögð er þar. Eftir stendur að það eru fimm hundruð bátar sem eru ýmist ónýtir eða eyðilagðir. Þar fara ómæld verðmæti í súginn og því til viðbótar hefur þetta valdið auknu atvinnuleysi í stéttinni. Ég tel mjög brýna nauðsyn bera til þess að löggjaf- inn leiðrétti hlut aflamarksbátanna og það strax. Það þolir enga bið. Við höf- um horft upp á að það er engin jöfn- unarregla innan kerfisins þrátt fyrir allan gauragang stórútgerðarmann- anna um jafnar leikreglur. Þetta hefur þýtt þab ab þegar skorið er niöur í þorskinum er engin reikniregla sem jafnar út skerðinguna þannig að allir verði fyrir sömu hlutfallslegu skerð- ingunni í þorskígildum talið. Þetta hefur komið þannig út, til dæmis vib úthlutunina 1. september 1992, að smábátarnir voru skertir allt upp í 28 prósent, en þeir lágu utan á frystitog- ara sem fékk fimm prósenta aukningu veiðiheimilda. Við getum rétt reynt að ímynda okkur hvor þolir betur að fá á sig skerðingu veiðiheimilda, smábátur sem myndar sér veiðirétt sem er af þeirri stærðargráðu að hann nægir til reksturs báts, veitir manninum tekjur og er lífsbjörg heimilisins, eða skip sem hefur möguleika á að gera fleira en sækja rétt út fyrir fjöruborðið. Þetta hefur verið látið viðgangast og þetta tel ég eitt það brýnasta sem löggjafinn þarf ab taka á við endurskoöun lag- anna núna." Krókabátarnir „Hins vegar blasir það við að 1100 krókabátar hafa verið í banndagakerfi sem hefur verið sæmilega ástættanlegt, en samkvæmt lögunum sem nú eru í gildi ber þeim að fara inn í kvóta 1. september í haust. Þessu mótmælum viö alfarið. Við höfum reynslu fyrir því hvernig búið er ab fara með sex til tíu tonna bátana í aflamarkinu og höfum engan áhuga á að sjá það endurtaka sig með bátana undir sex tonnum. Ég trúi ekki öðru en Alþingi taki á þessum málum af skynsemi." Smábátarnir veiða 3-4% aflans „Ef við lítum á heildardæmið þá er smábátaflotinn, sem allt þetta fár stendur um, að veiða þrjú til fjögur prósent af heildarafla landsmanna. Af GRASLEPPUHROGN FRAMLEIÐENDUR GRÁSLEPPUHROGNA Get bætt við viðskiptahóp minn nú þetta árið. Tryggið ykkur örugg viðskiptasambönd til frambúðar. Markaðsaðstæður gætu versnað. Jón Ásbjörnsson hf., útflutningsverslun Geirsgötu 11 • Reykjavík • Sími 91-11747 ÆGIR APRÍL 1994 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.