Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 16
a) Leiðarar (forystugreinar / formálar) b) Minningargreinar um látna lögfræðinga c) Fræðigreinar d) Fregnir af dómstólum, nýrri löggjöf o.fl. e) Bóka- og ritfregnir f) Fregnir sem varða lögfræðingastéttina g) Annað - Auglýsingar a) Leiðarar (forystugreinar/formálar) Sem fyrr segir var fyrsta tölublaði Tímarits lögfræðinga fylgt úr hlaði með eins konar formála eða ávarpsorðum stjómar Lögmannafélags Islands. Þá fylgdi ritstjóri fyrsta tölublaðsins því úr hlaði með nokkurs konar leiðara. Þeg- ar þessu fyrsta tölublaði sleppir var almenna reglan sú að ekki var að finna í ein- stökum tölublöðum leiðara. Þess má þó geta að í 1. hefti 1953 er að finna stutta grein eftir ritstjórann Einar Amórsson sem hann nefnir „Gagnrýni dómsúr- lausna“.17 Líta má á þessa stuttu grein sem eins konar forystugrein eða leiðara þótt ekki sé víst að Einar hafi haft það í huga. Tilefni greinarinnar virðist hafa verið tveir dómar Hæstaréttar, annars vegar í svokölluðu refafeldsmáli, sbr. H 1949 3 og hins vegar dómurinn í Hrafnkötlumálinu, sbr. H 1943 237. Nokkrar almennar umræður urðu um þessa dóma og voru ekki allir á einu máli um ágæti þeirra. Umræður um gagnrýni á dómstóla og dómstörf eru kunnar frá seinni ár- um. Meginþráðurinn í hugleiðingum Einars kemur fram í þessum orðum:18 Og muna mega menn það, að málfrelsi og ritfrelsi er löghelgað og í heiðri haft í þessu landi. Og því er gagnrýni á hverri ríkisstofnun heimil, og handhöfum ríkis- valdsins yfirhöfuð skylt að þola rökstudda og áreitnislausa gagnrýni. jafnt handhöf- um dómsvalds sem öðrum. Af þessari grein spratt síðan fyrsta ritdeilan sem segja má að tímaritið hafi verið vettvangur fyrir. Grein Einars varð síðar tilefni skrifa af hendi Áma Tryggvasonar hæstaréttardómara sem lagði nokkuð aðrar áherslur en Einar.19 Geta má þess að Ámi sat í ritnefnd tímaritsins á þessum tíma. Grein Áma varð síðan aftur tilefni til svara af hálfu Einars20 sem aftur kallaði á svör frá Áma.21 Næst birtist eins konar leiðari eftir Theodór B. Líndal í 1. hefti 1954 en hann tók þá við ritstjóm tímaritsins. Aftur birtist leiðari (ávarpsorð) í 1. hefti 1960 frá Lögmannafélagi Islands annars vegar og Ármanni Snævarr, fyrsta formanni 17 Einar Arnórsson: „Gagnrýni dómsúrlausna". Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1953, bls. 1-4. 18 Sama heimild, bls. 3. 19 Arni Tryggvason: „Aðstaða dómara til andsvara við gagnrýni". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 1953, bls. 193-200. 20 Einar Arnórsson: „Nokkrar athugasemdir við grein Ama Tryggvasonar". Tímarit lögfræðinga. l.hefti 1954, bls. 50-56. 21 Arni Tryggvason: „Athugasemd". Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 1954, bls. 103. 272
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.