Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 24
Ritstjóm þessa tímarits hefur löngum verið áhyggjuefni og nánast feimnismál að í því skuli ekki jafnhraðan vera getið þeirra lögfræðirita sem gefin eru út hérlendis og jafnvel skrifaðir um þau ritdómar. Má þetta teljast til töluverðs vansa. Aðalástæða þessa er auðvitað sú, svo til afsakana sé gripið, að reynst hefur nánast útilokað að fá menn til að skrifa ritdóma.34 Undir það má taka að umfjöllun um útkomin rit í tímaritinu mætti vera ítar- legri. Einkum verður að telja að þörf sé á ritdómum þar sem styrkur og veik- leikar slíkra rita eru raktir. Má segja að skortur á skipulegri ritrýni sé veikleiki í fræðaheimi íslenskra lögfræðinga en aukið aðhald í þessum efnum væri áreið- anlega til þess fallið til lengri tíma litið að auka gæði slíkra verka. Þó má geta þess að Ulfljóti, tímariti laganema, hefur nú hin síðari ár tekist að halda úti reglulegum ritdómum. Astæðan fyrir því að þetta hefur þó almennt gengið illa er að sjálfsögðu fámenni stéttarinnar og smæð íslenska fræðaheimsins þar sem menn skorast undan að skrifa dóma um rit þeirra sem þeir þekkja persónulega. Þó má benda á að meðal annarra stétta fræðimanna, sem þó eru fámennari en lögfræðingastéttin, er haldið úti reglulegum ritdómum þar sem bækur fá ítar- lega og gagnrýna umfjöllun. Má nefna sem dæmi tímaritið Sögu þar sem rit- dómar um ný sagnfræðirit birtast reglulega. f) Fregnir sem varða lögfræðingastéttina Ymis konar fréttir sem varða lögfræðingastéttina, félög þeirra og stofnanir þar sem lögfræðingar koma mikið við sögu, hafa verið nokkuð fastur liður í blaðinu frá upphafi. Lengst af hafa slíkar fréttir verið undir liðnum „A víð og dreif ‘ sem kemur fyrst fyrir þegar á upphafsárum tímaritsins. Þar hefur verið að finna alveg frá upphafi fréttir af einstökum félögum lögfræðinga og þá auðvit- að fyrst og fremst Lögfræðingafélagi Islands, Lögmannafélagi Islands og Dóm- arafélagi Islands. Meðal annarra fastra liða eru fréttir frá lagadeild Háskóla Is- lands og starfsemi Lagastofnunar. Undir þeim liðum eru m.a. birtar árlega rita- skrár fastra kennara lagadeildar auk upplýsinga um fyrirlestra sem þeir hafa haldið og ýmis önnur störf þeirra og fyrirætlanir. Þá eru undir þessum lið frétt- ir af ráðstefnum, erlendum samskiptum, bókafréttir, fréttir af nýrri löggjöf, fréttir af hagsmunabaráttu lögfræðinga (einkum á árum áður) og margt fleira sem of langt mál yrði að telja. Hefur tímaritið að þessu leyti verið mikilvægur vettvangur frétta af viðburðum og málefnum sem snerta lögfræðingastéttina í heild. 34 „Útgáfa lögfræðirita". Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1997, bls. 143-145. í þessu sama hefti er að finna grein eftir Stefán Eiríksson lögfræðing sem ber heitið „Lagabókmenntir 1990-1996“. Greinin hefur ekki að geyma ritdóma eða gagnrýni heldur eingöngu upptalningu og grunnupplýs- ingar um viðkomandi rit. 280
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.