Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 40
laga nr. 11/1986, en samningur heldur gildi sínu að öðru leyti. Sjá til athugunar um það efni H 1993 2328 (Gilsdómur). 1.6 Nánar um réttarstöðuna við aðför Enda þótt skilyrði hafi verið fyrir hendi til þess að fá skuldara dæmdan til að efna kröfu eftir aðalefni hennar og kröfuhafi hafi fengið dóm, er ekki þar með sagt, að dómhafi geti fengið dómi fullnægt beinlínis eftir aðalefni hans við aðför. Hér er rétt að greina á milli dóma, er skylda til greiðslu peninga, og dóma um aðrar greiðslur. 1.6.1 Dómar um greiðslu peninga Dómi um greiðslu peninga ber að fullnægja eftir efni dómsins, sbr. nánar ákvæði 6. kafla aðfararlaga nr. 90/1989. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. aðfl. má gera fjárnám til fullnustu peningakröfu í eignum, sem nægja til greiðslu hennar, sbr. 2. mgr. 1. gr., og tilheyra gerðarþola eða öðrum, sem býður þær fram til fjámáms. Merkir fjámám hér aðfarargerð, sem fram fer til að fá tryggingu fyrir peninga- kröfu eða greiðslu hennar með reiðufé. Gerðarþoli á samkvæmt 2. mgr. 39. gr. aðfl. ekki rétt til að vama því, að peningar verði teknir fjámámi, nema þeir verði undanþegnir fjámámi samkvæmt reglum 41. gr. I þessu felst, að gerðarbeiðandi má hafna ábendingu gerðarþola, ef hann bendir á annað en fyrirliggjandi peningaeign, hvort sem hún nægir fyrir kröfunni allri eða einungis hluta hennar. Með peningaeign er ekki einungis átt við peningaseðla eða aðra innlenda eða erlenda gjaldgenga mynt, heldur einnig sambærileg verðmæti, t.d. óinnleysta tékka, innstæðu á bankareikningi o.fl. Ef peningaeign er tekin fjárnámi, felst almennt greiðsla í þeirri aðgerð, þar sem meginregla 55. gr. aðfl. kveður á um, að peningar skuli þegar afhentir gerðarbeiðanda í því skyni. Ef þannig tekst til, fæst fullnægja skyldu gerðarþola við fjámámsgerð, og er þá ekki þörf frekari ráðstafana í því skyni. Ef peningar finnast ekki hjá skuldara (gerðarþola) við fjárnám, er gert fjámám í einhverju verðmæti gerðarþola og það síðan selt við nauðungarsölu, sbr. ákvæði 1. tl. 6. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu. Samkvæmt því ákvæði má krefjast nauðungarsölu til fullnustu gjaldfallinni peningakröfu á grundvelli fjár- náms í eigninni. 1.6.2 Dómar um annars konar greiðslur en peningagreiðslur í 11. kafla aðfl. er að finna reglur um aðför til fullnustu kröfu um annað en peningagreiðslu. Ef aðfararheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að víkja af fasteign eða til að láta gerðarbeiðanda í té umráð hennar að einhverju leyti eða öllu, skal sýslumaður fullnægja rétti gerðarbeiðanda með útburði gerðarþola eða þeirra hluta, sem fjarlægðir verða, og eftir atvikum með innsetningu gerðar- beiðanda, sbr. 72. gr. aðfl. 296
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.