Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 43
1.9 Hagsmunir þeir, sem búa að baki kröfu um efndir in natura Það fer án efa mjög eftir atvikum og aðstæðum hverju sinni, hvort þjónar hagsmunum kröfuhafa betur að krefjast efnda in natura eða efndabóta. I mörgum tilvikum gildir það einu fyrir bæði kröfuhafa og skuldara fjár- hagslega séð, hvort kröfuhafi fær dóm um efndir in natura eða sér tildæmdar skaðabætur. Þannig er það oftast, þegar um er að ræða sölu á venjulegum verslunarvamingi. Fái kröfuhafi ekki vörumar afhentar, getur hann annað hvort krafist þeirra af skuldara eða keypt þær annars staðar og krafið skuldarann um þann verðmun, sem á þessum tveimur kaupum er. Leiðir þetta einnig að jafnaði til sömu niðurstöðu fyrir skuldara. Sjá hér, að því er lausafjárkaup varðar, 1. mgr. 67. gr. kpl., en þar segir, að skaðabætur vegna vanefnda af hálfu annars samn- ingsaðila skuli svara til þess tjóns, þ.m.t. vegna útgjalda, verðmunar og tapaðs hagnaðar, sem gagnaðili bíður vegna vanefndanna. Þetta gildi þó einungis um það tjón, sem aðili gat með sanngirni séð fyrir, sem hugsanlega afleiðingu van- efndar. í gagnkvæmni tvrhliða skuldarsambands felst það m.a., að það er for- senda fyrir greiðsluskyldu aðila, að gagnaðili inni jafnframt af hendi greiðslu sína, sbr. ákvæði 10. og 49. gr. kpl. Ef seljandi hefur ekki veitt lán eða greiðslu- frest, er hann ekki skyldur til að afhenda hlutinn, framselja skjöl eða á annan hátt að yfirfæra ráðstöfunarrétt yfir hlutnum, nema því aðeins að kaupverðið sé samtímis greitt, sbr. 10. gr. Leiði greiðslutíma ekki af kaupsamningi, skal kaup- andinn greiða kaupverðið, þegar seljandi krefst þess, en þó ekki fyrr en hluturinn er afhentur kaupanda eða stendur honum til ráðstöfunar í samræmi við samn- inginn og kpl., sbr. 49. gr. Seljandi er þannig ekki skyldur til þess að láta af hendi seldan hlut, nema kaupandi greiði kaupverðið, og kaupandi er ekki skyldur til að greiða kaupverðið, nema seljandi láti hið selda af hendi. Þessi meginregla hefur áhrif á framsetningu kröfugerðar um efndir in natura á þann veg t.d., að kröfu- hafi, sem krefur skuldara um greiðslu kaupverðsins, verður að bjóða fram efndir af sinni hálfu. Sjá t.d. H 1971 525 (Garðaflöt), þar sem seljandi fasteignar krafði kaupandann um greiðslu eftirstöðva kaupverðs gegn afhendingu afsals. í dóms- orði sagði: „áfrýjendur ... greiði stefnda ... kr. 230.001.00. með 8% ársvöxtum ... og ber stefnda gegn þeirri greiðslu að gefa út afsal til áfrýjenda fyrir fasteigninni nr. 35 við Garðaflöt í Garðahreppi“. Sjá einnig H 1936 441, H 1965 63 (Skaftahlíð) og H 1992 1950 (Háaleitisbraut).11 11 í H 1965 63 hafði bindandi kaupsamningur komist á með aðiljum um kjallaraíbúð við Skaftahlíð í Reykjavík. Samningurinn var ófullkominn að því leyti, að ekki var sérstaklega kveðið á um það, hvemig greiða skyldi þann hluta kaupverðsins, sem kaupverðið var hærra en upphaflegt tilboð. Seljandi neitaði að láta kaupanda í té afsal, og í máli kaupanda á hendur seljanda krafðist kaupand- mn þess aðallega, að seljandinn yrði dæmdur til að „... láta stefnanda í té afsal fyrir kjallaraíbúðinni — ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum og öllu, sem fylgir og fylgja ber, gegn því, að stefnandi greiði stefnda við afhendingu afsals kr. 150.000.00 í peningum og kr. 230.000.00 í skuldabréfi til tíu ara með jöfnun árlegum afborgunum og 7% ársvöxtum frá þeim degi, er stefnandi fær afnot fbúðarinnar ... og sé skuldabréf þetta tryggt með 1. veðrétti í íbúðinni“. 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.