Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 46
hamlað því, að hann gæti keypt hlutinn eða búið hann til. Fjárskortur stendur samkvæmt þessu ekki því í vegi, að dómur gangi um efndir in natura.15 Reglur aðfararlaga geta á hinn bóginn vemdað dómþola gegn því, að ekki sé of nærri honum gengið við fullnustuna, sbr. t.d. ákvæði 43. gr. aðfl. um það, að ekki megi taka fjámámi ýmsa lausafjármuni, sem nauðsynlegir eru gerðarþola og heimilis- mönnum hans til þess að halda látlaust heimili með þeim hætti, sem almennt gerist. Ofyrirsjáanleg og veruleg þynging skyldunnar til að efna in natura getur leitt til þess eftir atvikum, að skyldu skuldara ljúki, þ.e.a.s. að hann losni bæði við efndir in natura og skylduna til þess að greiða efndabætur. Þessi takmörkun á gildissviði samningsins er hins vegar óháð fjárhag einstakra skuldara. Sjá nánar kafli 3.3. 2.3 Bann í settum lögum í löggjöfinni er að finna ýmiss ákvæði, sem banna eða takmarka gerð eða efndir tiltekinna samninga eða samningsskilmála. Mjög er það misjafnt, hveijar afleiðingar það hefur í för með sér, þegar ákvæði slíkra laga eru brotin, og er það ekki sjálfgefið, að brot á slíku banni leiði fortakslaust til þess, að samningur sé ógildur. Tilgangurinn með slíku banni getur verið misjafn, og um svo ólík svið getur verið að ræða, að ekki er mögulegt að setja fram almenna reglu, sem á við í öllum tilvikum. Þess í stað verður að komast að niðurstöðu í hverju tilviki fyrir sig. Bann í settum lögum við gerð samninga eða tiltekinna samningsskilmála getur oft leitt til þess, að ekki er unnt að fá skuldara dæmdan til að efna samninginn eftir aðalefni hans.16 Sérstaklega á þetta við, ef efndir eru berum orðum lýstar refsiverðar eða beinlínis bannaðar með öðrum hætti. Annars er það skýringarefni hverju sinni, hver séu réttaráhrif brota gegn banni við gerð tiltekinna samninga eða samningsákvæða.17 Sjá hér til athugunar H 1989 329 (Dráttarvélin). Sem dæmi má nefna, að þótt bönnuð sé smásöluverslun eftir ákveðinn lokunartíma, er ekki þar með sagt, að tiltekinn kaupsamningur milli kaupmanns og viðskipta- vinar, sem gerður er eftir lokun verslunar, geti ekki haft réttaráhrif milli aðila og þar með veitt kröfuhafa rétt til þess að krefjast efnda in natura eða efndabóta. Hins vegar gætu legið við því refsiviðurlög að brjóta slíkt bann. Akvæði í löggjöf hafa á stundum torveldað efndir samningsskuldbindinga vegna innflutningstakmarkana og takmarkana á rétti til gjaldeyrisyfirfærslna. 15 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 47 og sami höfundur: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 52; Henry Ussing: Obligationsretten Alm. Del, bls. 62; Þorgeir Örlygsson: Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 1986, bls. 107. Sjá einnig athugasemdir við 23. gr. kpl. nr. 50/2000, sbr. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 80. Þar segir m.a.: „Fjárskortur seljanda er undir öllum venjulegum kringumstæðum ekki efndahindrun í skilningi 23. gr. ..., þ.e. seljandinn getur með öðrum orðum ekki losnað undan skyldum sínum samkvæmt samningi með því einu að vísa til þess að hann sé kominn í fjárhagsvandræði". 16 Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup Helstu réttarreglur, bls. 178. 17 Sjá nánar Þorgeir Örlvgsson: Þinglýsingar. Reykjavfk 1993, bls. 133 -134. 302 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.