Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 47
Við úrlausn þess, hvort skuldari verður knúinn til efnda in natura, þegar svo
stendur á eða í sambærilegum tilvikum, getur skipt máli, hvort takmarkanir eru
til staðar við gerð samnings eða koma til síðar. Ef takmarkanimar eru til staðar
við gerð samnings, skiptir vitneskja skuldara máli og það, hvort hann gerði
fyrirvara af því tilefni. Sjá hér H 1948 356 (Heildsala) og H 1953 324 (Línolía).
H 1953 324. Málavextir voru á þá lund, að samningar höfðu tekist á milli erlends
aðila, P, og íslensks, L, um sölu á línolíu á mánaðarfresti frá apríl til október 1947. P
sendi L línolíu á mánaðarfresti, en greiðslufall varð hjá L í maímánuði vegna gjald-
eyrisörðugleika. Hinn 22. júlí 1947 ritaði L bréf til P þess efnis, að sökum gjald-
eyrisskorts væri það knúið til þess að rifta kaupum á þeirri olíu sem eftir stæðu af
pöntuninni. Þessu bréfi svaraði P með skeyti, dags. 1. ágúst s.á., þar sem það mót-
mælti þessu framferði L og krafðist greiðslu á mismuninum á hinu umsamda kaup-
verði olíunnar og markaðsverði hennar 1. ágúst. í máli P á hendur L byggði L sýknu-
kröfu sína m. a. á því, að það hafi ekki getað efnt samninginn við P sökum skorts á
gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Málsástæða þessi var ekki tekin til greina. Tekið
var fram að L hefði engan fyrirvara gert um þetta atriði í samningum sínum við P og
yrði það því ekki talin réttmæt ástæði fyrir L til riftunar. Var L því dæmt til að greiða
P bætur vegna ólögmætrar riftunar, sem miðuðust við mismun á kaupverði og mark-
aðsverði olíunnar, þegar riftunin fór fram.
2.4 Tímabundinn ómöguleiki
Ef aðeins er um að ræða tímabundinn ómöguleika, er meginreglan sú, að unnt
er að fá skuldara dæmdan samkvæmt aðalefni kröfu, þegar hindrun í vegi efnda
er ekki lengur fyrir hendi, sbr. 2. mgr. 23. gr. kpl. að því er lausafjárkaup varðar.
Þar kemur fram, að greiðist úr vandkvæðum innan hæfilegs tíma, getur kaupand-
inn krafist efnda. Það er þó skilyrði, að efndir verði ekki, miðað við þann tíma,
sem liðinn er, mun örðugri eða leiði til annars eðlis en þess, sem seljandi gat
vænst eða að öðru leyti sé ósanngjamt að krefjast efnda Sjá einnig til athugunar
lög nr. 3/1973 um bráðabirgðabreytingu á dómsmálastjóm í Vestmannaeyjum
o.fl. Takmörk geta þó verið fyrir því út frá forsendum samnings, hversu lengi
kröfuhafi getur haldið efndum með þeim hætti upp á skuldara. Sérstakt athug-
unarefni er í þessu sambandi ákvæði laga nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt
fasteigna.18 Ef efndir in natura em bundnar við ákveðið tímabil og geta ekki farið
18 í forsendum dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. 9977/1990, Sleipnir (UK) Ltd. gegn
Eddu Línu Sigurðardóttur Helgason, sem kveðinn var upp 2. sept. 1992, segir m.a. svo: „...
Samkvæmt þessu verður ... krafa stefnanda um að viðurkenndur verði eignarréttur stefnanda á fbúð
á 3. hæð... í húsinu ... tekin til greina... Rétt er að taka fram að ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966
þykir ekki girða fyrir, að stefnandi geti fengið eignarrétt sinn viðurkenndan ... Að svo vöxnu máli
þykir mega taka kröfu stefnanda um að stefnda verði dæmd til útgáfu afsals til greina, þó þannig, að
fyrir liggi leyfi ráðherra skv. 2. mgr. 1. gr. laganr. 19/1966. Að útgefnu slíku leyfí ber stefndu að gefa
út afsal og þykir rétt... að gera stefndu að greiða 5.000 kr. í dagsektir verði skyldur hennar samkvæmt
dómi ekki inntar af hendi ... Synji ráðherra um framangreint leyfi getur stefnandi neytt úrræða skv.
11. kafla aðfararlaga ...“.
303