Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 60
í stjórnunarábyrgðinni felst, að samningsaðili ber ábyrgð á efndum kaup- samningsins, nema því aðeins að einhver sú hindrun standi í vegi fyrir efnd- um, sem hann getur ekki sigrast á. Abyrgðarreglan hefur einkenni vísireglu, og geta áhrif hennar samkvæmt því verið mismunandi eftir því í hvers konar samböndum henni er beitt, og þar hefur eðli kaupa ekki hvað síst þýðingu. Samkvæmt því má segja, að ábyrgð seljanda sé strangari eftir því sem teg- undareinkenni skyldunnar eru meiri og möguleikinn og þörfin á staðgöngu- ráðstöfunum er meiri. Þetta þýðir, þegar um er að ræða vörur, sem ákveðnar eru eftir tegund og þær eru almennt til á þeim markaði, sem um ræðir, að yfirleitt er um bótaábyrgð seljanda að ræða. Þá er og ástæða til að leggja áherslu á, að sé hindrun fyrir hendi, leysir hún ekki undan bótaábyrgð í lengri tíma en hún varir, sbr. 3. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 40. gr. laganna.44 Munurinn á reglum kpl. nr. 50/2000 og eldri lögum frá 1922 er helstur sá, að reglur nýju laganna eru fyllri og ábyrgðin er heldur mildari í samanburði við tegundarkaup samkvæmt eldri lögum. Það birtist í því, að þess er ekki fortakslaust krafist, að ómöguleikinn sé algerlega hlutlægur, og þær tegundir hindrana, sem leyst geta undan ábyrgð, eru ekki takmarkaðar á sama hátt og í eldri lögum. I einstaklega ákveðnum kaupurn leiðir stjómunarábyrgðarreglan til heldur strangari ábyrgðar en samkvæmt eldri rétti, m.a. vegna þess, að ekki er krafist sakar hjá seljanda. En þar sem inntak stjómunarábyrgðar er mismunandi eftir eðli kaupa, verður munurinn í framkvæmd þó ekki ýkja mikill í dæmigerðum einstaklega ákveðnum kaupunr. Stjórnunarábyrgð- arreglan nær til allra þeirra tilvika, sem féllu undir 23. gr. eldri laga.45 Til þess að seljandinn losni undan skaðabótaábyrgð skv. 1. málsl. 1. mgr. þarf fjórum mismunandi skilyrðum, sem fram koma í 2. málsl. ákvæðisins, að vera fullnægt. I fyrsta lagi þarf að vera fyrir hendi hindrun, sem veldur afhendingardrætti og stendur í vegi fyrir umsömdum efndum. I öðru lagi þarf hindrunin að vera þess eðlis, að seljandinn fái ekki við hana ráðið, þ.e. hún sé honum ofviða. í þriðja lagi þarf hindrunin að vera þess eðlis, að ekki sé með sanngirni unnt að ætlast til þess, að seljandinn hafi haft hana í huga við samningsgerðina. í fjórða lagi er það skilyrði, að ekki sé með sanngirni unnt að ætlast til þess, að seljandinn geti komist hjá eða sigrast á afleiðingum hindrunarinnar. Verður hér á eftir gerð grein fyrir hinum einstöku skilyrð- um.46 Aðumefnd fjögur skilyrði eru nátengd innbyrðis og í öllum tilvikum skiptir tegund kaupanna miklu máli. Því meira sem söluhlutur er tegundar- ákveðinn, þeim mun meiri möguleika hefur seljandi að jafnaði að útvega aðra hluti í staðinn. Abyrgð hans verður því metin á strangari mælikvarða í slíkum tilvikum. Sé auðvelt að útvega aðra tegundarákveðna hluti, nálgast ábyrgð seljanda að vera hlutlæg. Sé um einstaklega ákveðin kaup að ræða, er 44 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 87-88. 45 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 87-88. 46 Um framangreind skilyrði sjá Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 88-89. 316
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.