Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 62
ingsgerðina. Ákvæðið er til viðbótar reglum kpl. um lausn undan skaða- bótaskyldu.48 Að hvaða marki unnt er að segja, að atvik hindri efndir á réttum tíma, mun í mörgum tilvikum fara eftir því, hvenær atvikið ber að höndum. Þótt um sé að ræða gjaldgengan einstaklega ákveðinn hlut, sem auðveldlega verður bættur með öðrum, getur tilviljunarkennt tjón, sem verður í flutningi til afhendingarstaðar, gert það ókleift fyrir seljanda að afhenda hann á réttum tíma. Hafi tjón orðið, meðan hlutur var enn á lager seljanda, er á hinn bóginn ekki um neina hindrun að ræða, ef seljandinn getur afhent annan hlut af sama lager. Við mat á því, hvað telst hindrun, skiptir efni samningsins ekki síst máli og þá umfram allt eðli þeirrar greiðslu sem seljandinn á að láta í té sam- kvæmt samningnum. Eðli kaupa hefur einnig þýðingu varðandi skilyrði ann- arra ábyrgðarleysisástæðna.49 4.5.4 Hindrun sé seljanda ofviða Annað skilyrði þess, að um ábyrgðarleysi geti verið að ræða, snýst um það, að hindrun sé þess eðlis, að seljandinn fái ekki við hana ráðið, þ.e. hún sé honum ofviða. Seljandinn er ávallt ábyrgur vegna atvika og aðstæðna, er falla innan þeirra marka, sem hann fær ráðið við, og skiptir þá ekki máli, hvort um sök er að ræða af hans hálfu eða ekki. Hér verður því ekki um neitt gáleysismat að ræða. Það nægir, að vanefndir megi rekja til atvika, sem rúmast innan þeirra marka, sem seljandinn fær ráðið við. Dæmigerð tilvik, sem það á við um, eru öll atvik, sem rekja má til seljand- ans sjálfs, starfsmanna hans eða manna, sem hann samkvæmt almennum reglum ber ábyrgð á. Er þá ekki átt við afhendingaraðila, sbr. um það efni ákvæði 2. mgr. 27. gr. Öll atvik, sem gerast í fyrirtæki seljanda, má því að jafnaði rekja til þess, sem hann getur haft stjórn á samkvæmt framansögðu. Þó myndu verkföll til þess að knýja fram almennar launahækkanir í viðkom- andi starfsgrein falla utan þess, sem seljandinn fær ráðið við í skilningi ákvæðisins. Annað myndi þó að öllum líkindum gilda um ólögmætt verkfall í fyrirtæki seljanda, en við það yrði seljandinn talinn fá ráðið í þessum skiln- ingi. Atvik, sem beint eða óbeint eru komin undir eigin aðgerðum eða ráð- stöfunum seljanda, er hann einnig talinn fá ráðið við í þessu sambandi. Þetta á við um allt, sem unnt er að hafa stjórn á eða hafa áhrif á með skipulagn- ingu, stjórnun eða eftirliti í því fyrirtæki, sem um er að tefla. Því verður seljandi alltaf ábyrgur, ef ástæður atvikanna má rekja til þess, hvernig fyrir- tæki hans er stjórnað. Hér getur t.d. verið um að tefla ranga útreikninga á framleiðslugetu fyrirtækis eða tæknileg vandamál við framleiðsluvélar 48 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 89. 49 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 89. 318
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.