Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 77
ustu með fjarsölu eða húsgöngusölu, sbr. þó ákvæði 3. og 4. gr. um samninga sem eru undanþegnir ákvæðum laganna. Neytandi getur ekki afsalað sér þeim réttindum, sem honum eru veitt samkvæmt húsg.fjsl. Utan gildissviðs laganna falla samkvæmt 3. gr.: 1. Samningar um smíði, byggingu eða önnur réttindi í sambandi við fasteignir, en lögin taka þó til leigu- samninga. Þó eiga ákvæði um húsgöngusölusamninga við um samninga um, að látin skuli í té vara og hún felld að fasteignum. 2. Samningar um kaup á verð- bréfum, vátryggingum eða annars konar fjármálaþjónustu. 3. Samningar um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis. 4. Sala úr sjálfsölum. 5. Samningar um notkun á almenningssímum. 6. Uppboð á nýjum og notuðum lausafjármunum, enda séu slík uppboð opinber og verulegur hluti uppboðsþátttakenda staddur á uppboðsstaðnum. Utan gildissviðs laganna falla samkvæmt 4. gr þeirra eftirtaldir samningar: 1. Samningar, sem eru um verðmæti 4.000 kr. eða minna, en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur 60 evrum miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð á hverjum tíma. 2. Samningar, þar sem ráðgert er framhald á sambandi neytanda og umboðsmanns seljanda með tilliti til yfirstandandi viðskipta eða annarra viðskipta síðar. 3. Samningar um reglubundna afhendingu matvöru, drykkjarvöru eða annarrar vöru, sem ætluð er til heimilisnota. 7. HÖFNUN GREIÐSLU OG SKYLDA SAMNINGSAÐILA TIL ÞESS AÐ DRAGA ÚR TJÓNI SÍNU 7.1 Almennt Áður er gerð grein fyrir því, að í gagnkvæmum samningum er ákveðið sam- hengi milli skyldna aðila og þar með greiðslu og gagngjalds. Er samhengi þetta megineinkenni gagnkvæmra samninga. Það er því jafnan skilyrði þess, að aðili gagnkvæms samnings geti knúið fram efndir in natura af hálfu gagnaðila á tiltekinni samningsskyldu, að hann bjóði fram efndir af sinni hálfu. Sjá nánar kafli 1.9. Verið getur, að samningsaðili (t.d. verkkaupi) neiti afdráttarlaust að veita viðtöku þeirri greiðslu, sem hann á að fá samkvæmt samningi, án þess þó að hann hafi nokkra heimild til þess samkvæmt reglum um riftun eða reglum um afturköllun pöntunar (afpöntun). I ákveðnum tilvikum hefur slík höfnun greiðslu það í för með sér, að þess verður ekki krafist, að efndir fari fram samkvæmt aðalefni samnings í samræmi við almennar reglur. I höfnun greiðslu (annullation) felst það, að aðalkröfuhafinn (peningaskuldari, t.d. verkkaupi) hafnar greiðslu, þ.e. neitar að taka við henni. Aðalskuldarinn (t.d. verktaki) verður í slíku tilviki að reyna að draga úr tjóni sínu, t.d. með því að byrja ekki fyrirhugaðar framkvæmdir eða stöðva framkvæmdir, sem þegar eru hafnar. Er það yfirleitt svo, að sá aðili samnings, sem á að láta í té greiðslu í öðru en peningum, t.d. verki eða flutningi, getur ekki innt af hendi greiðslu sína eða haldið henni til reiðu fyrir gagnaðila, ef viðsemjandinn neitar skýlaust að veita 333
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.