Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 78

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 78
henni viðtöku. Af því leiðir þá jafnframt, að hann getur ekki krafið um endur- gjaldið í samræmi við efni samningsins. Undantekning gildir þó varðandi kaupsamninga, og verður nánar vikið að því síðar. Samningsaðili verður, þegar svo stendur á, að láta sér nægja skaðabætur, og jafnframt verður að krefjast þess af honum, að hann geri allar þær ráðstafanir, sem með sanngimi má af honum ætlast í því skyni að draga úr tjóni sínu. Þegar aðstaðan er sú, sem hér var rakið, má segja, að vikið sé frá meginreglunni um efndir in natura. Ef boðin er fram sú greiðsla, sem aðalkröfuhafi óskar ekki eftir að fá, og haldið er fast við réttinn til endurgjaldsins, gæti það valdið þeim kröfuhafa tjóni, sem ekki getur nýtt sér greiðsluna hvort heldur sem er í heild eða að hluta, og hagsmunum aðalskuldara er oft jafnvel borgið með greiðslu skaðabóta.74 Ýmis dæmi um þetta eru talin upp í 7.2 - 7.6 hér á eftir. Mismunur höfnunar greiðslu annars vegar og afpöntunar hins vegar felst í því, að sá, sem hafnar, er bótaskyldur vegna vanefnda, en það er sá ekki, sem heimild hefur til afpöntunar.75 Aðalkröfuhafi, t.d. verkkaupi eða farmsamningshafi, sem hafnar greiðslu (annullerar), vanefnir samning. Höfnun greiðslu veitir aðalkröfuhafa ekki rétt til þess að ljúka samningi, en veitir honum möguleika á því að takmarka þau vanefndaúrræði, sem viðsemjandinn getur beitt, þ.e. ekki er hægt að krefjast efnda in natura. Aðalkröfuhafi (peningaskuldari) er í raun með höfnun að losa sig frá efndum in natura gegn því að greiða aðalskuldara skaðabætur. Að sama skapi leggur höfnunarrétturinn þá skyldu á herðar aðalskuldara, að hann tak- marki það tjón, sem höfnunin annars veldur honum. Það, að byrja ekki fram- kvæmdir, eða stöðva þegar byrjaðar framkvæmdir, yrði væntanlega talið for- svaranlegt í þessum efnum. Höfnun greiðslu hefur framangreindar afleiðingar eða réttaráhrif í för með sér, hvort heldur sem hún kemur fram fyrir, á meðan eða eftir það tímamark, sem inna átti af hendi aðalgreiðsluna. Því fyrr sem höfnun greiðslu á sér stað, þeim mun meiri líkur eru til, að unnt sé að draga úr tjóni skuldara. Skuldari fær þá betra ráðrúm til að finna aðra viðsemjendur, og ef verð er t.d. fallandi, eru meiri líkur til, að skuldari geti náð hagstæðu verði með því að selja öðrum. Sjá til athugunar H 1984 15 (Eksportkreditrádet). I flestum samningum er það svo, að aðaláhugamál skuldarans (t.d. verktaka) er að fá umsamið endurgjald, en hann hefur yfirleitt ekki neina sérstaka hags- muni af því að vinna verkið eða inna af hendi greiðsluna. Verktaka er það þannig yfirleitt meira kappsmál að fá endurgjaldið (verklaunin) en að reisa húsið o.s.frv. Því er það svo, að hafni kröfuhafi greiðslunni, eða það er af öðrum atvikum ljóst, að kröfuhafi annað hvort getur ekki eða vill ekki taka við greiðslunni, er hags- 74 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 24-25. 75 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret 1. del. Kaupmannahöíh 1989, bls. 33; sami höfund- ur: Obligationsret 2. del, bls. 54 o.áfr.; sami höfundur: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 23 og 25. 334
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.