Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 81

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 81
fá sig settan inn í starf á nýjan leik, sbr. H 1927 477 (Búnaðarmálastjóri). Hann öðlast hins vegar bótakröfu á hendur vinnuveitanda, sem nemur þeim vinnu- launum, er hann hefði haft á uppsagnartíma, ef réttilega hefði verið að uppsögn staðið.81 Með sama hætti verður starfsmaður, sem hlaupist hefur á brott úr starfi sínu, ekki dæmdur til þess að taka upp fyrri störf, en atvinnurekandi hans getur átt rétt til bóta, sbr. H 1958 625 (Týli hf.). Bótakrafa atvinnurekanda getur komið til skuldajafnaðar við launakröfu starfsmanns, ef einhver er, og atvinnurekandi getur haldið eftir af launum fjárhæð, sem nemur bótum hans, sbr. H 1978 120 (Þvottahús) og H 1978 1247 (Fatagerðin B.Ó.T.). í H 1978 1247 (B.Ó.T. hf.) voru málavextir þeir, að B réðist til starfa á saumastofu hjá A (B.Ó.T. hf.) í mars 1975. Upp úr miðjum maí s.á. fór hún að leita sér að vinnu annars staðar og fékk vinnu við afgreiðslu hjá Kamabæ. Síðasti vinnudagur B hjá A var föstudagurinn 16. maí, og byrjaði hún strax á mánudegi hjá Kamabæ. Hún krafði A um vangoldin vinnulaun. Uppsagnarfrestur af beggja hálfu var 2 vikur. B taldi fyrirvaralausa uppsögn heimila vegna vanefnda A á greiðslu vinnulaunanna. A neitaði að borga og krafðist sýknu, þegar B höfðaði mál á hendur A. Sagðist A hafa orðið fyrir tjóni vegna fyrirvaralausrar uppsagnar B og vildi fá að skuldajafna skaðabótakröfunni við vinnulaunakröfuna. I dómi Hæstaréttar kemur fram, að gagn- krafa sú, sem A hafði uppi til skuldajafnaðar, væri fébótakrafa vegna fyrirvaralausra slita B á vinnusamningi málsaðilja. Hún væri því sprottin af samningi þessum eins og vinnulaunakrafa B. Þegar svo stæði á, yrði að skýra ákvæði 1. gr. laga nr. 28/1930 samkvæmt forsögu sinni þannig, að þau girði ekki fyrir, að krafa stefnda um skulda- jöfnuð komist að. Launþega er skylt að draga úr tjóni sínu með því að leita sér að vinnu annars staðar, og bætur sæta frádrætti eða lækkun vegna þeirra tekna, sem hann vann sér inn eða gat unnið sér inn á uppsagnartímanum. Sjá til athugunar varðandi bætur og skyldur aðila til að draga úr tjóni sínu: H 1937 445 (Kíghósti), H 1945 207 (v/s Fagranes), H 1958 22 (BÚR), H 1966 69 (Vonin II), H 1976 578, 586 (H.B. & Co.) H 1976 586. Þar voru málavextir með þeim hætti, að útgerðin H vék skipstjóranum OG á skipinu S úr starfi hinn 19. október 1972, þar sem selja átti skipið S. Við uppsögnina bauð útgerðin OG skipstjómarstöðu á öðru skipi. OG hafnaði því og hélt því fram, að honum væri það ekki skylt, m.a. þar sem ekki væri um sambærilegt skip að ræða. Hann hætti því störfum hjá H en vann í nokkra daga við múrverk í nóvember og desember og réðst síðan sem skipstjóri hinn 2. janúar 1973. Þar sem H greiddi honum ekki laun í uppsagnarfresti, höfðaði OG mál á hendur H til greiðslu fullra launa í þrjá mánuði frá uppsögn. Hann byggði kröfu sína m. a. á 2. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. H krafðist sýknu m.a. á þeim grundvelli, að OG ætti ekki rétt á skaðabótum, þar sem hann hefði átt kost á starfi skipstjóra á öðru sambærilegu skipi. Hæstiréttur tók kröfur OG til greina, þó að frádreginni þeirri fjárhæð, sem hann hafði aflað með öðrum störfum í uppsagnarfresti. 81 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 36, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 57; Arnmundur Backman og Gunnar Eydal: Vinnuréttur, bls. 174. 337
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.