Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 85

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 85
an, skal seljandi þá samkvæmt 72. gr.88 á kostnað kaupanda annast um hlutinn með þeim hætti, sem sanngjarnt er miðað við aðstæður, enda hafi hann hlutinn í vörslum sínum eða geti með öðrum hætti annast hann.89 Hér er í fyrsta lagi fjallað um það, sem kallað er „mora accipiendi“ af hálfu kaupanda, þ.e. þegar kaupandi lætur hjá líða að sækja söluhlut eða veita honum viðtöku. Akvæðið á einnig við, þegar önnur atvik, sem kaupanda varða, leiða til þess að hann fær ekki söluhlutinn afhentan á réttum tíma. Með hinu síðast- nefnda er t.d. átt við það, þegar afhendingin er undir því komin, að kaupverðið sé greitt, en það er ekki gert. Seljandinn getur þá samkvæmt ákvæðum 10. gr. haldið söluhlut hjá sér, en á hann fellur jafnframt umönnunarskylda samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Annað dæmi er það, þegar afhendingu seinkar af þeirri ástæðu, að kaupandinn ljær ekki atbeina sinn að efndum, t.d. að gerð hlutarins eða flutningi hans, eins og áskilið hefur verið. Umönnunarskylda seljanda gildir án tillits til huglægrar afstöðu kaupandans til vanefnda og án tillits til þess, hvort aðilar hafa sett fram vanefndakröfur eða ekki. Kaupandanum er skylt skv. 50. gr. að stuðla að sínu leyti að því, að seljandinn geti efnt skyldur sínar og að taka við hlutnum með því að sækja hann eða veita honum viðtöku. Af 2. mgr. 57. gr. leiðir, að seljandi getur átt bótarétt, ef kaupandi veitir ekki söluhlut viðtöku. Vanefndir kaupandans samkvæmt ákvæðinu eru undir því kontnar, að aðgerðarleysi hans verði ekki rakið til seljanda eða atvika, sem hann varða, sbr. 51. gr. Skylda seljanda samkvæmt ákvæðinu felst í því að annast um söluhlut með sanngjömum hætti. Hvað telst sanngjamt í þeim efnum, fer ekki hvað síst eftir því, um hvers konar hlut er að ræða og atvikum að öðru leyti. Ef seljandi hefur hlut í vörslum sínum, er umönnunarskylda hans skilyrðislaus. Að öðru leyti fer skyldan eftir því, hvort seljandinn hefur möguleika á því að annast hlutinn. Ef hlutur er á öðrum stað, getur seljandinn e.t.v. annast um hlutinn, t.d. ef hann er með útibú eða umboðsmann á þeim stað. En hafi banki á afhendingarstað fengið það hlutverk að sjá um innheimtu kaupverðsins, verður bankinn ekki af þeimi ástæðu talinn umboðsmaður seljanda með þeim afleiðingum, að á selj- andann falli umönnunarskylda samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Seljandi annast söluhlut á kostnað kaupanda, sbr. einnig ákvæði 75. gr. um skaðabætur og tryggingar fyrir kostnaði. Umönnun getur leitt til tímabundinna útgjalda fyrir seljanda, sem kaupandinn verður síðar að endurgreiða. Umönnunarskylda seljanda er ekki bundin neinum tímatakmörkunum. Selj- andinn getur á hinn bóginn öðlast rétt til að rifta kaupum samkvæmt ákvæðum 55. gr. Þar að auki getur seljandinn neytt réttar síns skv. 76. eða 77. gr. til að selja hlutinn eða ráðstafa honum með öðrum hætti. 88 Um 72. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjöpsloven, kommentarutgave, bls. 392-395; Christian Fr Wyller: Kjppsretten i et nptteskall, bls. 161-162; Roald Martinussen: Kjppsrett, bls. 176-178 og Erling Selvig: Kjppsrett til studiebruk, bls. 293- 295 og Geir Woxholth: Den nye kjppsloven. Oslo 1988, bls. 111. 89 Ákvæði þetta svarar til 85. gr. Sþ-samningsins og 33. gr. eldri kaupalaga. Sjá Alþt. 1999- 2000, þskj. 119, bls. 160-161. 341
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.