Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 99

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 99
9.3 Úrbætur vegna galla 9.3.1 Krafa kaupanda um úrbætur og nýja afhendingu skv. kpl. 9.3.1.1 Inntak réttarins - Hvernig verður úr galla bætt? I 34. gr. kpl.116 er fjallað um rétt kaupanda til að setja fram kröfu um úrbætur og nýja afhendingu, þegar söluhlutur er gallaður. Þar segir í 1. mgr., að kaupandi geti krafist þess, að seljandi bæti úr galla á eigin reikning, ef það verður gert án þess að valda seljanda ósanngjömum kostnaði eða óhagræði. Seljandi getur þess í stað afhent nýjan hlut í samræmi við ákvæði 36. gr. Kaup- andi getur samkvæmt 2. mgr. krafist nýrrar afhendingar, ef galli er vemlegur. Þetta á ekki við, ef fyrir hendi er hindran eða sams konar ósamræmi og um ræðir í 23. gr. Þá er ekki heldur unnt að krefjast nýrrar afhendingar, ef hlutur var til staðar við kaup og hefur slíka eiginleika miðað við væntingar aðila, að ekki er með sanngirni unnt að krefjast þess, að hann verði bættur með öðrum hlut. Ef seljandi fullnægir ekki þeirri skyldu sinni að bæta úr galla eða afhenda nýjan hlut, getur kaupandi samkvænrt 3. mgr. krafist skaðabóta fyrir eðlileg útgjöld við að fá bætt úr galla.117 I 1. mgr. 34. gr. er mælt fyrir um rétt kaupanda til að krefjast þess, að seljandi bæti úr galla, t.d. með viðgerð. Úrbætur geta þó líka farið fram með þeim hætti, að afhentir eru þeir fylgihlutir, sem vantar með söluhlut. Kaupandi á aðeins rétt á því, að úrbæturnar svari til samningsskilmálanna. Hann getur því ekki krafist nýrrar vélar frá verksmiðju í gamla bifreið í stað þeirrar, sem reyndist ónýt.118 9.3.1.2 Eðli galla skiptir ekki máli - Hlutlæg ábyrgð Kaupandi getur samkvæmt 34. gr. kpl. krafist úrbóta án tillits til þess, hvers eðlis gallinn er eða hvort hann er verulegur eða ekki. Akvæðið á ekki hvað síst við um minni háttar galla á söluhlut, þar sem viðgerð er oft einfaldasta lausnin og á margan hátt erfiðara fyrir kaupanda að leita annarra vanefndaúrræða. Þetta á t.d. við um rafmagnslampa, sem kaupandi hefur fest kaup á, þegar rafmagns- snúran reynist gölluð. Úrbætur samkvæmt ákvæðinu eru á kostnað seljanda. í því felst, að seljandi ber kostnað af sjálfum úrbótunum og nauðsynlegum kostn- aði af sendingu hlutarins. Abyrgð seljanda samkvæmt ákvæðinu er hrein hlutlæg ábyrgð með hliðstæð- um hætti og gildir um afslátt skv. 38. gr. laganna. Kosturinn við hlutlæga ábyrgð er sá, að seljandi getur ekki borið fyrir sig vítaleysisástæður þær, sem nefndar eru í 27. gr. laganna, eins og vera mundi, ef hann væri sóttur til greiðslu skaðabóta.119 116 Um 34. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjppsloven, komrnentarutgave, bls. 204-213, og Erling Selvig: Kjppsrett til studiebruk, bls. 186-188. 117 Akvæði 34. gr. kpl. er sama efnis og 2. og 3. mgr. 46. gr. Sþ-samningsins, sbr. og 28. gr. hans. I eldri lögum var sambærilegt ákvæði í 43. gr„ sem tók þó aðeins til tegundar ákveðinna greiðslna, sbr. orðalagið „eða heimtað aðra hluti ógallaða í hinna stað“ í 1. mgr. og orðalagið „né annarra hluta krafist í staðinn" í 2. mgr. 118 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 102. 119 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 102. 355
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.