Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 102

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 102
hluturinn sé fyrir reikning kaupanda fluttur á einhvern þann stað, þar sem hentugra er að gera við eða bæta úr á annan hátt. 9.3.1.5 Réttur seljanda til að bjóða fram nýja greiðslu Seljandi getur samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 34. gr. kpl. boðið fram nýja greiðslu, ef kaupandi setur fram kröfu um úrbætur. Þetta gildir án tillits til þess, hvort skilyrði 1. mgr. 34. gr. eru fyrir hendi eða ekki, en hins vegar verða skilyrði 36. gr. um heimild seljanda til afhendingar að nýju að vera til staðar. Oft er mun auðveldara fyrir seljanda að afhenda nýjan hlut en að gera við þann gallaða. Þetta á sérstaklega við, ef viðgerðarkostnaður er hlutfallslega hár miðað við verð söluhlutar.122 9.3.I.6. Réttur kaupanda til að krefjast nýrrar afhendingar I 1. málsl. 2. mgr. 34. gr. er fjallað um rétt kaupanda til að krefjast nýrrar afhendingar. Meginskilyrðið er, að galli á söluhlut sé verulegur. Litið er svo á, að almennt sé þetta vanefndaúrræði þungbærara fyrir seljanda en viðgerð eða aðrar úrbætur, og af þeim sökum eru skilyrðin strangari. Um hugtakið verulegar vanefndir má vísa til þeirra sjónarmiða, sem búa að baki 94. gr. kpl., sbr. einnig 25. gr. Hvort galli teljist verulegur eða ekki, ber að meta í hverju tilviki. Skiptir m.a. máli í því sambandi, hvaða þýðingu gallinn hafði hlutlægt séð fyrir kaupanda sjálfan. Einnig hefur það þýðingu, hvort seljandi sá eða mátti sjá, að gallinn var verulegur, sbr. 94. gr. Samkvæmt þessu verður í fyrsta lagi að ntiða við þá vitneskju, sem seljandi hafði um aðstæður kaupanda, eða þá vitneskju sem hann mátti hafa um þetta atriði skv. 94. gr. laganna. í öðru lagi verður að hafa í huga, hvaða möguleikar voru til úrbóta á hinum gallaða söluhlut, og við pöntunarkaup verður auk þess að taka mið af því, hvort seljandi sitji eftir atvikum uppi með ófullgerðan hlut, sem hann getur ekki losnað við. Við slíkar aðstæður verður að taka aukið tillit til möguleikans á að bæta úr.123 9.3.1.7 Takmarkanir á skyldu seljanda til nýrrar afhendingar I 2. málsl. 2. mgr. 34. gr. kemur fram, að regla 1. málsl. eigi ekki við, ef slflc hindrun er til staðar, sem nefnd er í 23. gr. Skyldan til að afhenda nýjan söluhlut er því takmörkuð á sama hátt og skyldan til að efna kaupsamning samkvæmt aðalefni sínu. Sem dæmi um erfiðleika við að afhenda nýjan hlut má nefna galla í vöruframleiðslu fyrirtækis, sem varðar ekki aðeins hið selda heldur alla framleiðsluna. Tilvísunin til 23. gr. laganna felur það m.a. í sér, að greinin á við, þegar óhagræði eða kostnaður seljanda við að afhenda nýja hluti er í verulegu ósamræmi við hagsmuni kaupanda af réttum efndum. Þetta getur t.d. átt við, ef krafist er afhendingar á gamalli árgerð hlutar, sem hætt er að framleiða. 122 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 104. 123 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 104-105. 358
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.