Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 117

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 117
4. FULLNUSTUKERFI MANNRÉTTINDASÁTTMÁLANS Það eru ekki margir sem þekkja það ferli sem fer af stað eftir að mann- réttindadómstóllinn hefur fellt dóm þrátt fyrir að það sé einn þeirra þátta sem gefa sáttmálanum mest vægi. Hér og í næstu köflum verður þetta ferli skoðað. Rétt eins og dómar hefðbundinna dómstóla eru bindandi fyrir málsaðila eru dómar mannréttindadómstólsins bindandi fyrir ríki sem brotið hefur sáttmál- ann. I 1. mgr. 46. gr. segir: Bindandi áhrífdóma og fullnusta þeirra. Samningsaðilar heita því að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að. Það að dómar mannréttindadómstólsins séu bindandi þýðir að ríki sem brýtur sáttmálann þarf að grípa til ráðstafana til að fullnusta dóminn. Sú skylda liggur ekki eingöngu í orðalagi 1. mgr. 46. gr. heldur einnig í réttinum til sanngjamrar málsmeðferðar fyrir dómstólum. Mannréttindadómstóllinn hefur sjálfur marg- sinnis lagt áherslu á að fullnusta dóms sé óaðskiljanlegur þáttur í þeim rétti sem kveðið er á um í 6. grein sáttmálans enda myndi það þjóna litlum tilgangi að leita til dómstóla ef endanlegum og bindandi dómum væri ekki fylgt eftir.7 I næsta kafla verður fjallað um þær ráðstafanir sem koma til greina við fullnustu dóms en fyrst ber að athuga með hvaða hætti því er fylgt eftir að þær ráðstafanir sem gripið er til séu fullnægjandi. I 2. mgr. 46. gr. sáttmálans segir: Endanlegur dómur dómstólsins skal fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans. Það er almenn regla þjóðaréttar að ríkjum beri að grípa til ráðstafana til að standa við skuldbindingar sínar en að það sé undir hverju og einu ríki komið að meta með hvaða hætti það sé best gert. Ríki hafa þannig sjálfræði til að taka ákvarðanir um þær ráðstafanir sem þörf er á til þess standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Ákvæði 2. mgr. 46. gr. er að fullu í samræmi við þessa reglu þar sem það lætur viðkomandi ríki eftir að meta með hvaða hætti fullnusta skuli dóm. Fullt tillit er þannig tekið til sjónarmiða um fullveldi aðildarríkjanna í innanríkismálefnum auk þess sem reglan er skynsamleg þar sem enginn er betur til þess fallinn en viðkomandi ríki að ákvarða hvaða innri ráðstafanir eða breytingar eru nauðsynlegar, t.d. á eigin réttarkerfi, til að standa undir skuldbindingum mannréttindasáttmálans. Með ákvæði 2. mgr. 46. gr. er hins vegar tekin önnur stefna með því að fela yfirþjóðlegri nefnd - ráðherranefndinni - umsjón með þeim ráðstöfunum sem gripið er til. Þetta þýðir það að þótt hvert og eitt ríki hafi frjálsar hendur til þess að meta hvemig dómur skuli fullnustaður þá er það á ábyrgð ráðherranefnd- 7 Hornsby gegn Grikklandi, dómur mannréttindadómstólsins 21. apríl 1997 og Estima Jorge gegn Spáni, dómur mannréttindadómstólsins 21. apríl 1998. 373
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.