Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 129

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 129
Um leið og ríki viðurkennir af fúsum og frjálsum vilja lögsögu yfirþjóðlegs dómstóls geta stofnanir þess, þ.á m. dómstólar, ekki starfað algjörlega óháð ákvörðunum hans. Mikilvæg í þessu sambandi er sú skylda ríkisstofnana að beita viðkomandi sáttmála bona fide sem felur að sjálfsögðu í sér að honum skuli beitt í samræmi við ákvarðanir yfirþjóðlega dómstólsins. Eins og fram hefur komið í þessari grein er mannréttindasáttmálinn ekki samsafn fallegra yfirlýsinga án raunverulegrar þýðingar. Ráðherranefndin og mannréttindadómstóllinn tryggja samræmda túlkun á ákvæðum sáttmálans. Samkvæmt 1. mgr. 35. gr. sáttmálans er það mannréttindadómstóllinn sem á lokaorðið í túlkun hans, ekki dómstólar aðildarríkjanna. I 2. gr. I. nr. 62/1994 felst því aðeins skammgóður vermir. Ef íslenskar ríkisstofnanir túlkuðu sátt- málann þrengra en gert er í Strassborg liggur í hlutarins eðli að dómur gæti fallið gegn íslenska ríkinu fyrir að brjóta gegn ákvæðum hans. Slíkur dómur hefði þær afleiðingar að bæta þyrfti stöðu brotaþola og tryggja að brotið yrði ekki endurtekið í framtíðinni. Sú stofnum sem stæði að baki brotinu yrði þannig að endurskoða afstöðu sína gagnvart mannréttindasáttmálanum og haga störf- um sínum framvegis í samræmi við dóm mannréttindadómstólsins. Akvæði 2. gr. 1. nr. 62/1994 breytir engu þar um og hefur því, þegar allt kemur til alls, ákaflega litla raunverulega þýðingu. Að lokum má velta fyrir sér hvort 2. gr. 1. nr. 62/1994 spegli með nokkrum hætti raunverulega afstöðu yfirvalda á Islandi til mannréttindasáttmálans. Stofnanir íslenska ríkisins á borð við ráðuneyti, dómstóla og lögreglu, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna við það að tryggja virðingu fyrir mannréttindum og frelsi borgaranna, hafa reynst tiltölulega opnar fyrir þeirri þróun sem á sér stað í þessum efnum. Það hversu sjaldan íslensk yfirvöld hafa verið dæmd fyrir brot á mannréttindasáttmálanum er merki um þetta jákvæða viðhorf. Frá því í september 1958, þegar lögsaga dómstólsins var viðurkennd af íslenska ríkinu, fram til júnímánaðar árið 2000 hefur íslenska ríkið aðeins tvisvar sinnunr verið dæmt fyrir brot á ákvæðum sáttmálans og aðeins þrisvar sinnum hefur ríkið talið rétt að ná sáttum um meint brot áður en kom til dóms. Það sem meira er, íslenskir dómstólar hafa beitt úrlausnum frá Strassborg með beinurn hætti í íslenskum rétti. Þann 9. janúar 1990 ógilti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Arnes- sjslu sem var sömu annmörkum háður og dómur í máli Jóns Kristinssonar. Akvörðun Hæstaréttar var að mestu leyti byggð á niðurstöðu mannréttinda- nefndarinnar í máli Jóns Kristinssonar og gekk þvert á ríkjandi landslög um skipan dómstóla.56 Einnig má nefna dóm Hæstaréttar sem kveðinn var upp 6. febrúar 1992 sem sakfelldi mann sem ekki var fær um að tjá sig á íslensku og hafði því notið aðstoðar dómtúlks. Samkvæmt þágildandi lögum um meðferð opinberra mála taldist kostnaður af störfum dómtúlks til sakarkostnaðar í máli og varð þannig lagður með öðrum sakarkostnaði á ákærða ef sakfelling átti sér stað. í dómi Hæstaréttar var þessari skýru lagareglu vikið til hliðar með vísan 56 Sjá álit mannréttindanefndarinnar 8. mars 1989. 385
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.