Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 4
að samkeppnisyfirvöld og dómstólar í EFTA-ríkjunum fá heimild til að beita ákvæðum 53. og 54. gr. EES-samingsins fullum fetum, en samkvæmt gildandi lög- um hafa aðeins Eftirlitsstofunun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heimild til þess að beita ákvæðunum, sbr. 56. gr. EES-samningsins svo að vitnað sé beint í athugasemdir við frumvarpið. Þar segir einnig að við- komandi stofnunum sé jafnframt skylt að beita ákvæðunr greinanna tveggja og markmiðið með því sé að tryggja samræmda málsmeðferð á öllum stigunr máls. Þessar breytingar séu liður í þeirri stefnumörkun Evrópusambandsins að draga úr nriðstýrðu samkeppniseftirliti og „færa það í auknum mæli heim í hérað (e. decentralisation).“ Þannig á í senn að draga úr miðstýrðu samkeppniseftirliti og samræma það, en samræmingin hlýtur þó alltaf að bera einhvern keim af miðstýringu. Þetta er örugglega góðra gjalda vert en leiðir þó hugann að því að stundum getur verið erfitt að slá tvær flugur í einu höggi. Þá er í athugasemdum við frumvarpið sagt að ekki sé fyrirsjáanlegt að 53. og 54. gr. EES-samningsins verði oft beitt í framkvæmd hér á landi sé litið til þeirra mála sem sam- keppnisyfirvöld hafa haft til meðferðar síðastliðin tíu ár. Vera kann að þetta sé líklegt en þó verður ekki séð af ákvæðum þessum hvers vegna svo ætti að vera. Efni 27. greinar frumvarpsins er alveg skýrt að því leyti að liggi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir ber íslenskum dómstólum að fara eftir henni. í frumvarpinu kemur fram sú lögskýring að hafi EFTA-dómstóllinn í dómsmáli komist að annarri niðurstöðu beri íslenskum dómstólum að fara eftir henni. Þetta er örugglega rétt lögskýring og eftir þessum fyrirmælum er auðvelt að fara. Hitt er örðugra, sé það rétt, ef íslenskir dómstólar verða að giska á að hvaða niðurstöðu eftirlitsstofnunin kann að komast í máli sem hún hefur til meðferðar, en fresta því ella og bíða niðurstöðunnar. Ef dómur gengur eftir að ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar liggur fyrir en áður en dómur EFTA-dóm- stólsins út af sama álitaefni hefur verið kveðinn upp, og niðurstöðurnar eru andstæðar, þá verður niðurstaða dóms hér á landi í andstöðu við dóm EFTA- dómstólsins, sem þó hefur síðasta orðið gagnvart eftirlitsstofnuninni. Þessa sérkennnilegu stöðu má þó forðast líti EFTA-dómstóllinn svo á að hægt sé að leita ráðgefandi álits á sama sakarefni og er til meðferðar hjá eftirlitsstofn- uninni, sem líklegt er. Alla vega er gert ráð fyrir því í 27. grein frumvarpsins að hægt sé að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins og samkvæmt því sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpið á það við á meðan málsmeðferð stendur og er þá væntanlega átt við málsmeðferðina fyrir eftirlitsstofnuninni. Ætti þá sömuleiðis að vera hægt að leita álits dómstólsins eftir að niðurstaða eftir- litsstofnunarinnar liggur fyrir. Skal þetta látið nægja um efni 27. greinar frum- varpsins. Ekki verður annað sagt en lagatextinn mætti vera skýrari urn þessi atriði. Þá kemur að því álitamáli hvort það „rúmast innan valdheimilda löggjafans að hafa framangreind áhrif á meðferð dómsvalds hér á landi“, eins og segir í frumvarpinu. Er það að vonum að löggjafinn gerir sér grein fyrir því stjórn- 462
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.