Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 9
eins og áður segir, og því þarf að kanna hinn hugmyndalega og sögulega bakgmnn. í öðru lagi þurfa dómstólar oft að fást við efni sem lögfræðin ein á ekki svör við. Þótt meginviðfangsefni dómstólanna sé að leysa úr réttarágreiningi og dæma í refsimálum verður að líta til þess að úrlausnir dómstóla eru oft byggðar á öðru en lögfræðilegum álitaefnum eingöngu. Stundum er úrlausn háð því að tekin hafi verið afstaða til atriða sem byggð eru á mati, t.d. hagsmunamati eða mati á gögnum með hliðsjón af því hvað telst sannað og hvað ekki. Starfsemi dómstólanna er því hvorki byggð á hreinum lögfræðilegum grunni né verður leitað til lögfræðinnar einnar þegar verksvið dómstóla er skilgreint. Þetta þarf að hafa í huga, meðal annars þegar metið er hverjum hæfileikum dómarar þurfa að vera búnir. í lokin verða dregnar ályktanir um meginatriðin, sem hér verður fjallað um, og gerð nánari grein fyrir forsendum þess að dómstólamir njóti trausts og að þeir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað í réttarríkinu. 2. UM RÉTTARRÍKIÐ OG HLUTVERK DÓMSTÓUA Með upplýsingastefnunni komu fram nýjar hugmyndir í lok 17. aldar og á 18. öld sem ætlað var að kollvarpa fyrri kenningum um að vald konungsins kæmi frá Guði. Samkvæmt kenningum enska heimspekingsins John Locke í riti hans Ritgerð um ríkisvald er grundvöllur ríkisvalds einskonar sáttmáli sem tryggir frið, allsherjarreglu og frelsi samfélagsþegnanna. Samkvæmt þessu kemur ríkisvaldið frá samfélagsþegnunum en ekki frá Guði.1 Þessar og fleiri slíkar hugmyndir um ríkisvaldið og réttlætingar fyrir því komu meðal annars fram í tilefni af ófriði og valdabaráttu sem þá ríkti um alla Evrópu og brýnt var að uppræta. Því var ljóst að vald þurfti að vera til staðar sem gat sett niður deilur og tryggt þar með öryggi og frið. I tilvitnuðu riti má segja að settar séu fram kenningar um grundvallaratriði réttan íkisins. Kenningamar um réttarríkið eru byggðar á réttarheimspekilegri eða stjóm- spekilegri hugmyndafræði. Skilgreiningar á réttarríkinu eru þó ekki einhlítar enda hafa fræðimenn, einkum réttarheimspekingar, lagt mismunandi áherslur í umfjöllun og útskýringum á réttarríkishugtakinu. Kenningar um réttarríkið eru því margvíslegar og geta verið flóknar. Þær þarf þó að skilgreina til þess að unnt verði að meta hvort grundvallarreglur, sem hugmyndirnar um réttarríkið eru reistar á, hafi verið virtar. Hér verða aðeins settar fram skilgreiningar sem mestu máli skipta fyrir það efni sem hér er til umfjöllunar. Hvergi er að finna í lögum, hvað þá í stjómarskrá, almenna heildstæða skil- greiningu á hugtakinu „réttarríki“ I almennri umræðu sem og í lögfræðilegri umfjöllun er þó einatt vísað til þess að tiltekin atriði samræmist ekki grund- vallarhugmyndum um réttarríkið. Þar er átt við ákveðnar grundvallarreglur, sem taldar eru gilda og nauðsynlegt sé að virða, til að unnt sé að tala um réttarríki. Við skilgreiningar á réttarríkishugtakinu getur þurft að grípa til þess að lýsa 1 Ritgerð Locke kom fyrst út í London 1689 eins og fram kemur á bls. 9 í inngangskafla eftir Atla Harðarson í útgáfunni sem hér er vitnað til. 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.